Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

„Við erum bara tvær fjölskyldur sem reka veitingastaðinn og við göngum í öll störf“

Birting:

þann

Sólrún Guðjónsdóttir, Jimmy Wallster, Bjarni Rúnar Bequette og Halldóra Guðjónsdóttir - Siglufjörður

Báðar fjölskyldurnar hafa keypt sér hús á Siglufirði og ætla að búa þar áfram.
F.v. Sólrún Guðjónsdóttir, Jimmy Wallster, Bjarni Rúnar Bequette og Halldóra Guðjónsdóttir

Bjarni Rúnar Bequette og Halldóra Guðjónsdóttir fluttu til Siglufjarðar fyrri hluta árs 2018 þegar þau tóku við veitingasviðinu hjá Hannes Boy, Rauðku og Sigló Hóteli.
Jimmy Wallster og Sólrún Guðjónsdóttir fluttu svo í ágúst sama ár. Áður störfuðu þau öll fjögur saman hjá stórri íslenskri hótelkeðju, Íslandshótel.

Þau eru öll mjög viðkunnanlegar manneskjur sem hafa þægilega nærveru og eru mjög metnaðarfull við uppbyggingu á rekstrinum.

Hvernig kunnið þið við ykkur á Siglufirði?

“Bara geggjað” segir Bjarni, “elska það” segir Jimmy og konurnar taka undir með sínum mönnum. “Fólk hér er jákvætt, gott að búa hér með börn, fólk er ekki á bremsunni þegar komið er með nýjar hugmyndir”.

Þegar þau eru spurð um titla, er svarið:

“Við erum bara tvær fjölskyldur sem reka veitingastaðinn og við göngum í öll störf”.

Halldóra er menntaður þjónn, sér um bókanir og samskipti við hópa, starfaði sem hótelstjóri á Fosshotel Núpum og Fosshotel Heklu, er menntaður framreiðslumaður, Bjarni er kokkur og stýrir eldhúsinu, Jimmy er þjónn og sér um daglegan rekstur “á gólfinu” og Sólrún er talnaglöggur Tálknfirðingur og sér um morgunmatinn. Vaktirnar voru oft langar hjá þeim í sumar, allt upp í 3 mánuðir án frídaga.

Smellið hér til að lesa ítarlegt viðtal við fjölskyldurnar á trolli.is.

Mynd: trolli.is

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið