Viðtöl, örfréttir & frumraun
„Við erum bara tvær fjölskyldur sem reka veitingastaðinn og við göngum í öll störf“

Báðar fjölskyldurnar hafa keypt sér hús á Siglufirði og ætla að búa þar áfram.
F.v. Sólrún Guðjónsdóttir, Jimmy Wallster, Bjarni Rúnar Bequette og Halldóra Guðjónsdóttir
Bjarni Rúnar Bequette og Halldóra Guðjónsdóttir fluttu til Siglufjarðar fyrri hluta árs 2018 þegar þau tóku við veitingasviðinu hjá Hannes Boy, Rauðku og Sigló Hóteli.
Jimmy Wallster og Sólrún Guðjónsdóttir fluttu svo í ágúst sama ár. Áður störfuðu þau öll fjögur saman hjá stórri íslenskri hótelkeðju, Íslandshótel.
Þau eru öll mjög viðkunnanlegar manneskjur sem hafa þægilega nærveru og eru mjög metnaðarfull við uppbyggingu á rekstrinum.
Hvernig kunnið þið við ykkur á Siglufirði?
“Bara geggjað” segir Bjarni, “elska það” segir Jimmy og konurnar taka undir með sínum mönnum. “Fólk hér er jákvætt, gott að búa hér með börn, fólk er ekki á bremsunni þegar komið er með nýjar hugmyndir”.
Þegar þau eru spurð um titla, er svarið:
“Við erum bara tvær fjölskyldur sem reka veitingastaðinn og við göngum í öll störf”.
Halldóra er menntaður þjónn, sér um bókanir og samskipti við hópa, starfaði sem hótelstjóri á Fosshotel Núpum og Fosshotel Heklu, er menntaður framreiðslumaður, Bjarni er kokkur og stýrir eldhúsinu, Jimmy er þjónn og sér um daglegan rekstur “á gólfinu” og Sólrún er talnaglöggur Tálknfirðingur og sér um morgunmatinn. Vaktirnar voru oft langar hjá þeim í sumar, allt upp í 3 mánuðir án frídaga.
Smellið hér til að lesa ítarlegt viðtal við fjölskyldurnar á trolli.is.
Mynd: trolli.is

-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel8 klukkustundir síðan
Pizzabakarinn opnar á Siglufirði – Theodór Dreki: „Við hættum ekki fyrr en pizzan var fullkomin“
-
Keppni3 dagar síðan
Íslenska landsliðið í kjötiðnaði sýndi frábæran árangur á Heimsmeistaramótinu í París – Myndir og vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Snædís, Hafliði og Marlís kynntu íslenska matargerð á ríkisheimsókn forsetahjóna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Pop-up kvöld: Gísli Matt mætir á Le KocK – aðeins þetta eina kvöld
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kælivagn til leigu
-
Íslandsmót barþjóna2 dagar síðan
Róbert Aron Garðarsson Proppé er Íslandsmeistari Barþjóna 2025 – Myndir og vídeó
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Kynning í Garra næsta miðvikudag
-
Keppni2 dagar síðan
Brauðtertukeppni fyrir fagmenn