Viðtöl, örfréttir & frumraun
„Við erum bara tvær fjölskyldur sem reka veitingastaðinn og við göngum í öll störf“
Bjarni Rúnar Bequette og Halldóra Guðjónsdóttir fluttu til Siglufjarðar fyrri hluta árs 2018 þegar þau tóku við veitingasviðinu hjá Hannes Boy, Rauðku og Sigló Hóteli.
Jimmy Wallster og Sólrún Guðjónsdóttir fluttu svo í ágúst sama ár. Áður störfuðu þau öll fjögur saman hjá stórri íslenskri hótelkeðju, Íslandshótel.
Þau eru öll mjög viðkunnanlegar manneskjur sem hafa þægilega nærveru og eru mjög metnaðarfull við uppbyggingu á rekstrinum.
Hvernig kunnið þið við ykkur á Siglufirði?
“Bara geggjað” segir Bjarni, “elska það” segir Jimmy og konurnar taka undir með sínum mönnum. “Fólk hér er jákvætt, gott að búa hér með börn, fólk er ekki á bremsunni þegar komið er með nýjar hugmyndir”.
Þegar þau eru spurð um titla, er svarið:
“Við erum bara tvær fjölskyldur sem reka veitingastaðinn og við göngum í öll störf”.
Halldóra er menntaður þjónn, sér um bókanir og samskipti við hópa, starfaði sem hótelstjóri á Fosshotel Núpum og Fosshotel Heklu, er menntaður framreiðslumaður, Bjarni er kokkur og stýrir eldhúsinu, Jimmy er þjónn og sér um daglegan rekstur “á gólfinu” og Sólrún er talnaglöggur Tálknfirðingur og sér um morgunmatinn. Vaktirnar voru oft langar hjá þeim í sumar, allt upp í 3 mánuðir án frídaga.
Smellið hér til að lesa ítarlegt viðtal við fjölskyldurnar á trolli.is.
Mynd: trolli.is
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Frétt4 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Frétt18 klukkustundir síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Frétt3 dagar síðan
Innköllun á sviðasultu frá Kjarnafæði
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fallegur og girnilegur jólakrans bar sigur úr býtum