Frétt
Vetrarstarfið hjá KM
Vetrarstarf hjá Klúbbi Matreiðslumanna er hafið. Nóg verður að snúast hjá félagsmönnum, þar sem margt er á dagskrá.
Þriðjudaginn 5 september síðastliðin var fyrsti fundur hjá KM og var hann svolítið frábrugðin en það sem áður hefur verið, en Bjarki Hilmarsson núverandi forseti stjórnaði sínum fyrsta fundi og það sem meira var að þetta var fyrsti fundur sem Gissur Guðmundsson fyrrverandi forseti KM sat sem óbreyttur meðlimur fram í sal og hlustaði á kollega sína stjórna fundinum.
Fundurinn var hinn líflegasti og byrjaði með því að matreiðslumeistarinn og kennari Hótel og Matvælaskólans Ragnar Wessmann sagði frá ferð sinni til Nýja Sjálands, því næst las Sölvi fundargerð frá síðasta fundi. Ólafur G Sæmundsson, næringarfræðingur og stjórnarmaður í Beinvernd og Halldóra Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Beinverndar funduðu með matreiðslumeisturum. Ólafur fræddi matreiðslumeistarana um beinlínis hollan mat í skemmtilegu erindi og Halldóra kynnti félagið Beinvernd og starfsemi þess auk þess að fara nokkrum orðum um beinþynningu.
Hún kynnti einnig fyrirhugað samstarf Beinverndar og Félags matreiðslumeistara í tengslum við alþjóðlegan beinverndardag og alþjóðlega dag matreiðslumanna en það vill svo skemmtileg til að bæði félögin halda upp á sinn dag þann 20. október ár hvert. Þema beinverndardagsins í ár er matur og næring undir yfirskriftinni BONE APPETIT eða BEINLÍNIS HOLLT!
IOF alþjóða beinverndarsamtökin og WACS alþjóðleg samtök matreiðslumanna stefna einnig á samstarfi á alþjóða vísu.
Ungkokkar Íslands, sem verður ungliðahreyfing í KM var formlega stofnaður á fundinum og er þetta í fyrsta sinn sem slíkt er gert í KM, en áður hefur ekki verið formlega unnið að slíkri hreyfingu. Glæsileg framför hjá KM.
Kvöldverðurinn var hinn glæsilegasti en í forrétt var lambaseyði, lambanýru og spínatmauk. Í aðalrétt var síðan hinn sívinsæli þorskhnakki með smælki og lauk-bechamel. Og síðast en ekki síðst var Skyrfrauð með aðalbláber í eftirrétt.
Það verður gaman að fylgjast með KM í vetur og að sjálfsögðu færum við ykkur fréttir um hið skemmtilega starf hjá þeim KM mönnum.
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Spennandi tækifæri
-
Bocuse d´Or2 dagar síðan
Myndir: Það styttist í herlegheitin – Sindri keppir fyrir Íslands hönd 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Frétt3 dagar síðan
Menntun í matvælaiðnaði ekki metin til launa í leikskólum – Kallað eftir endurskoðun
-
Frétt4 dagar síðan
Myllan innkallar heimilisbrauð
-
Pistlar3 dagar síðan
Gæðakerfi: Lykillinn að skilvirkum rekstri, minni sóun og ánægðari viðskiptavinir
-
Bocuse d´Or1 dagur síðan
Sindri keppir í Bocuse d´Or
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Útlit hins sígilda íslenska Brennivíns hefur verið uppfært – Ákveðin framþróun í bragði Brennivínsins m.a. með tærari kúmenkeim en áður var
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Wolt nær annarri sneið af pítsuumarkaðnum með samningi við Domino’s