Vertu memm

Frétt

Vetrarstarfið hjá KM

Birting:

þann

Logo Klúbbur Matreiðslumeistara KMVetrarstarf hjá Klúbbi Matreiðslumanna er hafið. Nóg verður að snúast hjá félagsmönnum, þar sem margt er á dagskrá.

Þriðjudaginn 5 september síðastliðin var fyrsti fundur hjá KM og var hann svolítið frábrugðin en það sem áður hefur verið, en Bjarki Hilmarsson núverandi forseti stjórnaði sínum fyrsta fundi og það sem meira var að þetta var fyrsti fundur sem Gissur Guðmundsson fyrrverandi forseti KM sat sem óbreyttur meðlimur fram í sal og hlustaði á kollega sína stjórna fundinum.

Fundurinn var hinn líflegasti og byrjaði með því að matreiðslumeistarinn og kennari Hótel og Matvælaskólans Ragnar Wessmann sagði frá ferð sinni til Nýja Sjálands, því næst las Sölvi fundargerð frá síðasta fundi. Ólafur G Sæmundsson, næringarfræðingur og stjórnarmaður í Beinvernd og Halldóra Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Beinverndar funduðu með matreiðslumeisturum. Ólafur fræddi matreiðslumeistarana um beinlínis hollan mat í skemmtilegu erindi og Halldóra kynnti félagið Beinvernd og starfsemi þess auk þess að fara nokkrum orðum um beinþynningu.

Hún kynnti einnig fyrirhugað samstarf Beinverndar og Félags matreiðslumeistara í tengslum við alþjóðlegan beinverndardag og alþjóðlega dag matreiðslumanna en það vill svo skemmtileg til að bæði félögin halda upp á sinn dag þann 20. október ár hvert. Þema beinverndardagsins í ár er matur og næring undir yfirskriftinni BONE APPETIT eða BEINLÍNIS HOLLT!

IOF alþjóða beinverndarsamtökin og WACS alþjóðleg samtök matreiðslumanna stefna einnig á samstarfi á alþjóða vísu.

Ungkokkar Íslands, sem verður ungliðahreyfing í KM var formlega stofnaður á fundinum og er þetta í fyrsta sinn sem slíkt er gert í KM, en áður hefur ekki verið formlega unnið að slíkri hreyfingu. Glæsileg framför hjá KM.

Kvöldverðurinn var hinn glæsilegasti en í forrétt var lambaseyði, lambanýru og spínatmauk. Í aðalrétt var síðan hinn sívinsæli þorskhnakki með smælki og lauk-bechamel. Og síðast en ekki síðst var Skyrfrauð með aðalbláber í eftirrétt.

Það verður gaman að fylgjast með KM í vetur og að sjálfsögðu færum við ykkur fréttir um hið skemmtilega starf hjá þeim KM mönnum.

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss
Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið