Vertu memm

Keppni

Verður þú næsti Matreiðslumaður ársins 2014? Krister Dahl verður yfirdómari

Birting:

þann

Krister Dahl

Krister Dahl

Ekki missa af tækifærinu til að taka þátt í þessari skemmtilegu keppni og eiga möguleika á að vinna vegleg verðlaun ásamt því að taka þátt fyrir íslands hönd í keppninni um Matreiðslumann Norðurlandana en Viktor Örn Andrésson Matreiðslumaður ársins 2013 er einmitt handhafi þess titils.

Hráefnið í forkeppninni er eftirfarandi:

Í forrétt er skötuskelskinn, humar og fennika. Ef keppendur eru í vandræðum með að útvega kinn þá hefur fiskverslunin Hafið boðið keppendum upp á að útvega ferska kinn ef haft er samband tímanlega á netfangið [email protected].

Í aðalrétt er Kálfahryggvöðvi og hnúðkál.  kálfahryggurinn þarf að vera af nautgrip undir 1 árs aldri en ekki er skylda að kjötið sé íslenskt né að kálfurinn sé svokallaður mjólkurkálfur.  Innflutt kálfafillet fæst meðal annars hjá SælkeradreifinguKeppnisnefndin hefur ákveðið að taka Kálfabris út úr körfunni þar sem erfitt hefur verið að útvega það og því ekki hægt að gera kröfur um að það sé notað í keppninni.

Yfirdómari keppninnar er Krister Dahl, en hann er einn virtasti keppnis matreiðslumaður Skandinavíu, hans seinasta og stærsta afrek á keppnissviðinu var að gera Sænska kokkalandsliðið að Ólympíumeisturum árið 2012 í Erfurth í Þýskalandi sem er stærsta matreiðslukeppni landsliða í heiminum.  Það er mikill heiður fyrir Klúbb Matreiðslumeistara að fá Krister til að dæma í keppninni um titilinn Matreiðslumaður ársins 2014.

Það styttist í að skráningin ljúki og ekki seinna vænna að pdf_icon skrá sig og hefja æfingar.

Keppnis kveðja
Nefndin

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið