Keppni
Verður þú næsti Matreiðslumaður ársins 2014? Krister Dahl verður yfirdómari
Ekki missa af tækifærinu til að taka þátt í þessari skemmtilegu keppni og eiga möguleika á að vinna vegleg verðlaun ásamt því að taka þátt fyrir íslands hönd í keppninni um Matreiðslumann Norðurlandana en Viktor Örn Andrésson Matreiðslumaður ársins 2013 er einmitt handhafi þess titils.
Hráefnið í forkeppninni er eftirfarandi:
Í forrétt er skötuskelskinn, humar og fennika. Ef keppendur eru í vandræðum með að útvega kinn þá hefur fiskverslunin Hafið boðið keppendum upp á að útvega ferska kinn ef haft er samband tímanlega á netfangið hafid@hafid.is.
Í aðalrétt er Kálfahryggvöðvi og hnúðkál. kálfahryggurinn þarf að vera af nautgrip undir 1 árs aldri en ekki er skylda að kjötið sé íslenskt né að kálfurinn sé svokallaður mjólkurkálfur. Innflutt kálfafillet fæst meðal annars hjá Sælkeradreifingu. Keppnisnefndin hefur ákveðið að taka Kálfabris út úr körfunni þar sem erfitt hefur verið að útvega það og því ekki hægt að gera kröfur um að það sé notað í keppninni.
Yfirdómari keppninnar er Krister Dahl, en hann er einn virtasti keppnis matreiðslumaður Skandinavíu, hans seinasta og stærsta afrek á keppnissviðinu var að gera Sænska kokkalandsliðið að Ólympíumeisturum árið 2012 í Erfurth í Þýskalandi sem er stærsta matreiðslukeppni landsliða í heiminum. Það er mikill heiður fyrir Klúbb Matreiðslumeistara að fá Krister til að dæma í keppninni um titilinn Matreiðslumaður ársins 2014.
Það styttist í að skráningin ljúki og ekki seinna vænna að skrá sig og hefja æfingar.
Keppnis kveðja
Nefndin

-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel8 klukkustundir síðan
Pizzabakarinn opnar á Siglufirði – Theodór Dreki: „Við hættum ekki fyrr en pizzan var fullkomin“
-
Keppni3 dagar síðan
Íslenska landsliðið í kjötiðnaði sýndi frábæran árangur á Heimsmeistaramótinu í París – Myndir og vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Snædís, Hafliði og Marlís kynntu íslenska matargerð á ríkisheimsókn forsetahjóna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Pop-up kvöld: Gísli Matt mætir á Le KocK – aðeins þetta eina kvöld
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kælivagn til leigu
-
Íslandsmót barþjóna2 dagar síðan
Róbert Aron Garðarsson Proppé er Íslandsmeistari Barþjóna 2025 – Myndir og vídeó
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Kynning í Garra næsta miðvikudag
-
Keppni2 dagar síðan
Brauðtertukeppni fyrir fagmenn