Keppni
Verður þú næsti framreiðslu- eða matreiðslunemi ársins? – Skráning hafin
Þriðjudaginn 24. október 2023 verður haldin keppni matreiðslu- og framreiðslunema. Skila þarf umsókn til Matvæla- og veitingagreina Iðunnar með því að fylla út formið hér að neðan. Umsóknarfrestur er til 15. október.
Tveir stigahæstu einstaklingarnir í matreiðslu og framreiðslu munu taka þátt í Norrænu nemakeppninni sem verður haldin í Helsinki í apríl 2024.
Keppendur sem unnið hafa keppnina áður hafa ekki keppnisrétt í Helsinki.
Keppnin í matreiðslu skiptist í tvo hluta:
- skriflegt próf
- verklegan hluta þar sem verkefnið er að matreiða klassískan forrétt og aðalrétt
Keppnin í framreiðslu skiptist í:
- skriflegt próf
- blöndun drykkja – tveir drykkir
- uppsetning á kvöldverðarborði ásamt blómum, fjórir réttir fyrir tvo gesti
- vínpörun við matseðil
- eldsteiking
- fjögur servíettubrot
Keppendur hafa ekki aðgang að hjálpargögnum við úrlausn verkefna.
Keppendur mega ekki vera eldri en 23 ára á árinu 2023 og þurfa að vera á námssamningi þegar Norræna nemakeppnin fer fram.
Allar nánari upplýsingar gefur Steinn Óskar Sigurðsson, leiðtogi matvæla og veitingagreina hjá Iðunni fræðslusetri, í netfangi [email protected].
-
Markaðurinn1 dagur síðanJóhannes Kristjánsson hefur hafið störf hjá Bako Verslunartækni (BVT)
-
Pistlar5 dagar síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn2 dagar síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Vín, drykkir og keppni16 klukkustundir síðanÞessir barir og barþjónar eru tilnefndir til BCA á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanAtvinnurekendur bregðast við: Styttri opnun og færri vaktir á krám
-
Markaðurinn5 dagar síðanGlæsilegar nýjungar fyrir veitingastaði: Phoenix línan, fjölhæfar skvísur og nýir veislubakkar






