Keppni
Verður þú næsti framreiðslu- eða matreiðslunemi ársins? – Skráning hafin
Þriðjudaginn 24. október 2023 verður haldin keppni matreiðslu- og framreiðslunema. Skila þarf umsókn til Matvæla- og veitingagreina Iðunnar með því að fylla út formið hér að neðan. Umsóknarfrestur er til 15. október.
Tveir stigahæstu einstaklingarnir í matreiðslu og framreiðslu munu taka þátt í Norrænu nemakeppninni sem verður haldin í Helsinki í apríl 2024.
Keppendur sem unnið hafa keppnina áður hafa ekki keppnisrétt í Helsinki.
Keppnin í matreiðslu skiptist í tvo hluta:
- skriflegt próf
- verklegan hluta þar sem verkefnið er að matreiða klassískan forrétt og aðalrétt
Keppnin í framreiðslu skiptist í:
- skriflegt próf
- blöndun drykkja – tveir drykkir
- uppsetning á kvöldverðarborði ásamt blómum, fjórir réttir fyrir tvo gesti
- vínpörun við matseðil
- eldsteiking
- fjögur servíettubrot
Keppendur hafa ekki aðgang að hjálpargögnum við úrlausn verkefna.
Keppendur mega ekki vera eldri en 23 ára á árinu 2023 og þurfa að vera á námssamningi þegar Norræna nemakeppnin fer fram.
Allar nánari upplýsingar gefur Steinn Óskar Sigurðsson, leiðtogi matvæla og veitingagreina hjá Iðunni fræðslusetri, í netfangi steinn@idan.is.

-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Nýr veitingastaður í Hafnarfirði – „Vel vandað til verka á Sydhavn“ – matreiðslumeistarinn Sigurður gefur topp einkunn
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Ný kynslóð kjötiðnaðarmanna – Myndasafn af nemendum að störfum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun17 klukkustundir síðan
Hlaðvarpið sem fagmenn í veitingageiranum elska – MatMenn bjóða upp á innsýn í bransann
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Aprílfundur KM: Veitingasvæði Ikea skoðað, mannúðarmál rædd og happdrætti til styrktar Myanmar bar góðan árangur – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fastus – ein heild á ný
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Yfirkokkur óskast á Fosshótel Húsavík – Executive chef Wanted at Fosshotel Húsavík
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Vorið kallar á nýsköpun og skapandi hugmyndir hjá Noma og MAD
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Fyrsta 3D-prentaða kaffihúsið rís í Texas