Vertu memm

Keppni

Verður þú næsti framreiðslu- eða matreiðslunemi ársins? – Skráning hafin

Birting:

þann

Verður þú næsti framreiðslu- eða matreiðslunemi ársins?

Þriðjudaginn 24. október 2023 verður haldin keppni matreiðslu- og framreiðslunema. Skila þarf umsókn til Matvæla- og veitingagreina Iðunnar með því að fylla út formið hér að neðan. Umsóknarfrestur er til 15. október. 

Tveir stigahæstu einstaklingarnir í matreiðslu og framreiðslu munu taka þátt í Norrænu nemakeppninni sem verður haldin í Helsinki í apríl 2024.

Keppendur sem unnið hafa keppnina áður hafa ekki keppnisrétt í Helsinki.

Keppnin í matreiðslu skiptist í tvo hluta:

  • skriflegt próf
  • verklegan hluta þar sem verkefnið er að matreiða klassískan forrétt og aðalrétt

Keppnin í framreiðslu skiptist í:

  • skriflegt próf
  • blöndun drykkja – tveir drykkir
  • uppsetning á kvöldverðarborði ásamt blómum, fjórir réttir fyrir tvo gesti
  • vínpörun við matseðil
  • eldsteiking
  • fjögur servíettubrot

Keppendur hafa ekki aðgang að hjálpargögnum við úrlausn verkefna.

Keppendur mega ekki vera eldri en 23 ára á árinu 2023 og þurfa að vera á námssamningi þegar Norræna nemakeppnin fer fram.

Allar nánari upplýsingar gefur Steinn Óskar Sigurðsson, leiðtogi matvæla og veitingagreina hjá Iðunni fræðslusetri, í netfangi [email protected].

Skráning hér.

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið