Viðtöl, örfréttir & frumraun
Vel sóttur fundur hjá KM Norðurland á heita æfingu hjá 3. bekk í Verkmenntaskólanum á Akureyri – Myndir
Tæplega tuttugu félagar KM Norðurland og nokkrir góðir gestir úr veitingageiranum sátu heita æfingu níu matreiðslunema í þriðja bekk í Verkemenntaskólanum á Akureyri nú á dögunum, þar sem útskriftarnemarnir reiddu fram 5 rétta veislu fyrir gesti.
Veislan byrjaði með „standandi“ Canapé og svo var boðið til sætis. Við tók reykt nautaseyði með spínati og beinmerg. Því næst var Löngu-mosaic, skelfisksósa, balsamic-marineraðir tómatar og fennelsýrð epli.
Í aðalrétt var lambahryggur á tvo vegu og höfðu gárungarnir á orði að annar væri frá Norðlenska en hinn frá Kjarnafæði. Hrygggirnir voru bornir fram með Pomme Dauphine, nípumauki og gljáðum gulrótum.
Rúsínan í pylsuendanum var svo klassískur Créme Caramel með kirsuberja marenge og súkkulaði.
Eftir frábæran mat voru allir gestir á því að framtíðin væri björt í faginu og óskað var eftir fleiri heimboðum á æfingar í Verkmenntaskólanum, þar sem Ari Hallgrímsson sér um stjórnartaumana í matreiðslunáminu.
Yfir borðhaldi fór formaður KM Norðurland, Júlía Skarphéðinsdóttir, yfir næstu fundi KM fyrir norðan, aðalfund og árshátíðina 2.-4. maí n.k. þar sem félagar voru hvattir til þátttöku.
Að máltíð lokinni fengu gestir tækifæri á að spyrja fagmenn framtíðarinnar útí hráefnisval, uppbyggingu réttanna og gefa nokkur góð ráð úr reynslubankanum.
Félagar KM Norðurland og gestir þakka matreiðslunemum 3. bekkjar, Ara Hallgrímssyni og Verkmenntaskólanum á Akureyri innilega fyrir höfðinglegar móttökur, frábæran mat og afar ljúfa kvöldstund með tilhlökkun til næsta boðs.

-
Markaðurinn5 dagar síðan
Lærðu Flair af þeim besta! Michael Moreni kemur til Íslands
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Oatly kynnir nýja Lífræna Haframjólk – Hin fullkomna mjólk fyrir kaffibarþjóna og Latte
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift: Einföld og fljótleg mexíkósk kjúklingabaka með kotasælu
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Netflix-stjarnan Juan Gutiérrez mætir til Íslands – Eftirrétta og konfekt námskeið fyrir sælkerana á vegum Iðunnar Fræðsluseturs
-
Food & fun4 dagar síðan
Reyka kokteilkeppnin: Harður slagur en Daníel Kavanagh stóð uppi sem sigurvegari – Myndasafn
-
Markaðurinn18 klukkustundir síðan
La Sommeliére vínkælar í úrvali fyrir veitingahús og veislusali
-
Frétt4 dagar síðan
Starbucks dæmt til að greiða gríðarlegar bætur eftir brunaslys – greiðir 50 milljónir dala í bætur
-
Keppni14 klukkustundir síðan
Úrslit í kokteilkeppninni á degi heilags Patreks – Heimir sigraði með Irishman – Myndir og vídeó