Viðtöl, örfréttir & frumraun
Vel sóttur fundur hjá KM Norðurland á heita æfingu hjá 3. bekk í Verkmenntaskólanum á Akureyri – Myndir
Tæplega tuttugu félagar KM Norðurland og nokkrir góðir gestir úr veitingageiranum sátu heita æfingu níu matreiðslunema í þriðja bekk í Verkemenntaskólanum á Akureyri nú á dögunum, þar sem útskriftarnemarnir reiddu fram 5 rétta veislu fyrir gesti.
Veislan byrjaði með „standandi“ Canapé og svo var boðið til sætis. Við tók reykt nautaseyði með spínati og beinmerg. Því næst var Löngu-mosaic, skelfisksósa, balsamic-marineraðir tómatar og fennelsýrð epli.
Í aðalrétt var lambahryggur á tvo vegu og höfðu gárungarnir á orði að annar væri frá Norðlenska en hinn frá Kjarnafæði. Hrygggirnir voru bornir fram með Pomme Dauphine, nípumauki og gljáðum gulrótum.
Rúsínan í pylsuendanum var svo klassískur Créme Caramel með kirsuberja marenge og súkkulaði.
Eftir frábæran mat voru allir gestir á því að framtíðin væri björt í faginu og óskað var eftir fleiri heimboðum á æfingar í Verkmenntaskólanum, þar sem Ari Hallgrímsson sér um stjórnartaumana í matreiðslunáminu.
Yfir borðhaldi fór formaður KM Norðurland, Júlía Skarphéðinsdóttir, yfir næstu fundi KM fyrir norðan, aðalfund og árshátíðina 2.-4. maí n.k. þar sem félagar voru hvattir til þátttöku.
Að máltíð lokinni fengu gestir tækifæri á að spyrja fagmenn framtíðarinnar útí hráefnisval, uppbyggingu réttanna og gefa nokkur góð ráð úr reynslubankanum.
Félagar KM Norðurland og gestir þakka matreiðslunemum 3. bekkjar, Ara Hallgrímssyni og Verkmenntaskólanum á Akureyri innilega fyrir höfðinglegar móttökur, frábæran mat og afar ljúfa kvöldstund með tilhlökkun til næsta boðs.
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Markaðurinn2 dagar síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanSmassaður jólaborgari með purusteik og camembert sló í gegn – Myndir
-
Markaðurinn2 dagar síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Markaðurinn5 dagar síðanDesembertilboð fyrir veitingageirann með allt að 45 prósenta afslætti
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanForréttabarinn opnar útibú á horni Frakkastígs og Hverfisgötu
-
Markaðurinn21 klukkustund síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?


















