Markaðurinn
Vel klætt starfsfólk fullkomnar ásýnd rekstursins
Sumarið er tími aukinnar starfsmannaveltu í veitingarekstri og þá er mikilvægt að huga að samræmi og þægindum þegar kemur að fatnaði starfsfólksins.
Kentaur er danskt fyrirtæki sem framleiðir hágæða kokka- og þjónafatnað með þægindin að leiðarljósi sem stuðla að því að starfsfólki líði vel í vinnunni. Fötin standast alþjóðlega þvottastaðla en vöruúrvalið samanstendur meðal annars af kokkajökkum, svuntum, buxum, skyrtum og öðrum vinnufatnaði fyrir eldhús- og veitingarekstur.
Kentaur leggur metnað sinn í vöruþróun og er því stöðugt að leita að leiðum til að betrumbæta fatnaðinn, hvort sem er með nýjum efnum eða sniðum. Að auki gerir Kentaur það sem í sínu valdi stendur til þess að huga að umhverfinu, finna leiðir til að menga minna og sýna samfélagsábyrgð. Birgjar Kentaur eru sérvaldir meðal annars með tilliti til þess hvernig þeir koma fram við starfsfólk sitt.
Vinnufatnaðurinn frá Kentaur er þægilegur, andar vel og hentar einstaklega vel fyrir starfsfólk sem er mikið á hreyfingu í vinnunni.
Kentaur er sá vinnufatnaður sem Kokkalandsliðið kýs að nota og hefur gefist vel.
Kokkajakkarnir fást í nokkrum litum og gerðum en þá má auk þess sérpanta í öðrum litum ef óskað er eftir því.
Réttur skóbúnaður er ekki síður mikilvægur til þess að auka öryggi og þægindi starfsfólks í vinnunni en Shoes For Crews hefur verið leiðandi fyrirtæki í framleiðslu á skófatnaði með gripsóla frá árinu 1984.
Shoes For Crews framleiða fyrsta flokks skóbúnað með einum besta gripsóla á markaðnum síðustu ár. Skórnir eru bæði smekklegir og þægilegir auk þess að vera sérútbúnir fyrir allar mögulegar aðstæður, sérstaklega þar sem gólf geta orðið blaut eða hál.
Hjá Ásbirni fæst mikið og fjölbreytt úrval af vönduðum og smekklegum skófatnaði sem hentar öllum starfsstéttum. Þó sérstaklega fólki í þjónustu- og veitingageiranum, matvælaframleiðslu og á fleiri stöðum þar sem réttur skóbúnaður skiptir öllu máli fyrir öryggi og þægindi starfsfólks.
Á asbjorn.is er hægt að skoða allt úrvalið frá Kentaur og Shoes For Crews ásamt því að kynna sér meira um vörumerkin.
Hafðu samband við söludeild Ásbjarnar í síma 414 1100 eða á [email protected] til þess að finna réttu lausnirnar fyrir þinn rekstur.

-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Dímon 11: Nýr gastropub opnar á Laugavegi 11
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Humareldi í Noregi – en íslenskar tilraunir runnu út í sandinn
-
Veitingarýni6 dagar síðan
Veitingarýni: „Hugguleg herbergi en matreiðslan stal senunni“ – Fosshótel Húsavík
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Dineout og Heimar umbreyta upplifun gesta í mathöllum – ein greiðsla, margir staðir
-
Markaðurinn7 dagar síðan
Ferskar, sætar og ómótstæðilegar sumarsnittur – Rjómaostur með hvítu súkkulaði breytir öllu
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Vaka Njálsdóttir tekur við stjórn COLLAB hjá Ölgerðinni
-
Markaðurinn16 klukkustundir síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Núpa
-
Keppni2 dagar síðan
Pizza Popolare meðal fremstu pizzastaða Evrópu 2025 – „Excellent Pizzeria“ annað árið í röð