Food & fun
Vel heppnuð kokteilkeppni á Food & Fun | Enginn Food & Fun kokkur krýndur í ár – Vídeó
Food & Fun hátíðin var haldin í 16. skipti í ár og tóku 16 veitingastaðir þátt í hátíðinni. Matarhátíðin fór fram í síðustu viku og komu fjölmargir erlendir matreiðslumeistarar til landsins sem voru gestakokkar á Food & Fun veitingastöðunum.
Í ár var engin keppni á meðal gestakokkanna eins og venjan hefur verið í gegnum árin þar sem bestu gestakokkarnir keppa til úrslita á laugardeginum um nafnbótina Food and Fun kokkur ársins. Í staðinn fengu allir gestakokkar þátttökuverðlaun.
Vel heppnuð kokteilkeppni
Á Food & Fun fór fram Reyka kokteilkeppnin, þar sem dómnefnd heimsótti Food & Fun veitingastaðina, smökkuðu og dæmdu kokteilana. Fimm efstu barþjónarnir kepptu síðan á laugardeginum í Ægisgarði þar sem keppt var um besta Reyka kokteilinn í ár.
Úrslit urðu þessi:
1. sæti – Gallerý Restaurant með “Nordic Reyka Dilltini” – Höfundur: Friðgeir Ingi Eiríksson.
2. sæti – Veitingastaðurinn Haust með “Still another Cocktail” – Höfundur: Laird Andreas Petersson.
3. sæti – Sushi Social með “Chimi Changos” – Höfundur: Svavar Helgi Ernuson.
Vídeó
Mynd: skjáskot úr myndbandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Markaðurinn1 dagur síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSmassaður jólaborgari með purusteik og camembert sló í gegn – Myndir
-
Markaðurinn1 dagur síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Markaðurinn5 dagar síðanDesembertilboð fyrir veitingageirann með allt að 45 prósenta afslætti
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanForréttabarinn opnar útibú á horni Frakkastígs og Hverfisgötu
-
Markaðurinn11 klukkustundir síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?






