Food & fun
Vel heppnuð kokteilkeppni á Food & Fun | Enginn Food & Fun kokkur krýndur í ár – Vídeó
Food & Fun hátíðin var haldin í 16. skipti í ár og tóku 16 veitingastaðir þátt í hátíðinni. Matarhátíðin fór fram í síðustu viku og komu fjölmargir erlendir matreiðslumeistarar til landsins sem voru gestakokkar á Food & Fun veitingastöðunum.
Í ár var engin keppni á meðal gestakokkanna eins og venjan hefur verið í gegnum árin þar sem bestu gestakokkarnir keppa til úrslita á laugardeginum um nafnbótina Food and Fun kokkur ársins. Í staðinn fengu allir gestakokkar þátttökuverðlaun.
Vel heppnuð kokteilkeppni
Á Food & Fun fór fram Reyka kokteilkeppnin, þar sem dómnefnd heimsótti Food & Fun veitingastaðina, smökkuðu og dæmdu kokteilana. Fimm efstu barþjónarnir kepptu síðan á laugardeginum í Ægisgarði þar sem keppt var um besta Reyka kokteilinn í ár.
Úrslit urðu þessi:
1. sæti – Gallerý Restaurant með “Nordic Reyka Dilltini” – Höfundur: Friðgeir Ingi Eiríksson.
2. sæti – Veitingastaðurinn Haust með “Still another Cocktail” – Höfundur: Laird Andreas Petersson.
3. sæti – Sushi Social með “Chimi Changos” – Höfundur: Svavar Helgi Ernuson.
Vídeó
Mynd: skjáskot úr myndbandi

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Þjálfarar finnska og íslenska kokkalandsliðsins undir sama þaki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Nýjar vörur og tveir nýir birgjar
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Bragðgóðir vegan valkostir frá Lindsay heildsölu
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Keppni í „Kvöldmatur á korteri með íslensku lambi“ á Matarmarkaði Íslands í Hörpu 8. mars.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Sætur draumur að veruleika: Dagur í lífi eiganda Sweet Aurora
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Saffran opnar veitingastað á Akureyri í maí