Vín, drykkir og keppni
Vel heppnuð Bjórhátíð sem hefur líka þróast út í mikla matarhátíð – Myndir
Þá er tíundu Bjórhátíðinni lokið, sem að þessu sinni var haldin í reiðhöll háskólans, Þráarhöll á Hólum í Hjaltadal nú um helgina.
Vel var mætt á hátíðina og voru um 40 bjórar á boðstólnum að þessu sinni. Hátíðin hefur þróast í það að vera líka mikil matarhátíð og á boðstólnum voru pítsur með skagfirsku hráefni, hægeldaður grís, Surf & Turf samloka með skagfirsku hrossakjöti og risarækjum, chorizo pylsur og ærkjötsborgari svo fátt eitt sé nefnt.
Á hátíðinni velja gestir bestu bjórana og í ár varð það bjór frá Brother’s Brewery í Vestmannaeyjum, Baldur Imperial Stout, sem fékk 1. verðlaun.
Tart Coulis súrbjór frá Húsavíkur Öl lenti í öðru sæti og Randy súrbjór frá Böl lenti í þriðja sæti.
Bruggsmiðjan Kaldi fékk svo sérstaka viðurkenningu fyrir besta básinn.
Myndir: facebook / Bjórsetur Íslands
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Kokkalandsliðið6 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn6 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni6 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn3 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn6 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni
-
Markaðurinn3 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn














