Vín, drykkir og keppni
Vel heppnuð Bjórhátíð sem hefur líka þróast út í mikla matarhátíð – Myndir
Þá er tíundu Bjórhátíðinni lokið, sem að þessu sinni var haldin í reiðhöll háskólans, Þráarhöll á Hólum í Hjaltadal nú um helgina.
Vel var mætt á hátíðina og voru um 40 bjórar á boðstólnum að þessu sinni. Hátíðin hefur þróast í það að vera líka mikil matarhátíð og á boðstólnum voru pítsur með skagfirsku hráefni, hægeldaður grís, Surf & Turf samloka með skagfirsku hrossakjöti og risarækjum, chorizo pylsur og ærkjötsborgari svo fátt eitt sé nefnt.
Á hátíðinni velja gestir bestu bjórana og í ár varð það bjór frá Brother’s Brewery í Vestmannaeyjum, Baldur Imperial Stout, sem fékk 1. verðlaun.
Tart Coulis súrbjór frá Húsavíkur Öl lenti í öðru sæti og Randy súrbjór frá Böl lenti í þriðja sæti.
Bruggsmiðjan Kaldi fékk svo sérstaka viðurkenningu fyrir besta básinn.
Myndir: facebook / Bjórsetur Íslands
-
Bocuse d´Or16 klukkustundir síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanGunnar Karl Gíslason: „Við þurfum fyrst og fremst að halda lífi í veitingastöðunum“
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanÁtta rétta jólaplatti í Vínstofu Friðheima – Íslenskar hefðir í nýjum búningi
-
Keppni21 klukkustund síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Markaðurinn3 dagar síðanFerskt og litríkt sætkartöflusalat sem hentar við öll tilefni
-
Keppni4 dagar síðanKeppni í jólapúns í Jólaportinu: Veitingahús etja kappi til styrktar Sorgarmiðstöðinni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSkandinavískt jólahlaðborð á Síldarkaffi vekur mikla athygli – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSykurverk opnar smáköku- og kaffihúsa pop up í Iðunn mathöll fyrir jólin














