Vín, drykkir og keppni
Vel heppnuð Bjórhátíð sem hefur líka þróast út í mikla matarhátíð – Myndir
Þá er tíundu Bjórhátíðinni lokið, sem að þessu sinni var haldin í reiðhöll háskólans, Þráarhöll á Hólum í Hjaltadal nú um helgina.
Vel var mætt á hátíðina og voru um 40 bjórar á boðstólnum að þessu sinni. Hátíðin hefur þróast í það að vera líka mikil matarhátíð og á boðstólnum voru pítsur með skagfirsku hráefni, hægeldaður grís, Surf & Turf samloka með skagfirsku hrossakjöti og risarækjum, chorizo pylsur og ærkjötsborgari svo fátt eitt sé nefnt.
Á hátíðinni velja gestir bestu bjórana og í ár varð það bjór frá Brother’s Brewery í Vestmannaeyjum, Baldur Imperial Stout, sem fékk 1. verðlaun.
Tart Coulis súrbjór frá Húsavíkur Öl lenti í öðru sæti og Randy súrbjór frá Böl lenti í þriðja sæti.
Bruggsmiðjan Kaldi fékk svo sérstaka viðurkenningu fyrir besta básinn.
Myndir: facebook / Bjórsetur Íslands
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 klukkustundir síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Frétt3 dagar síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Flottir ekta ítalskir réttir og pizzur af betri gerðinni – Fagnaðu gamlárskvöldinu með stæl á Piccolo – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Veitingageirinn í jólaskapi
-
Food & fun1 dagur síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Gleðileg jól, kæru lesendur – Veitingageirinn.is þakkar fyrir sig
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Jólakveðja frá Leiðtoga matvæla- og veitingagreina
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Árið 2024 var stórt ár fyrir matgæðinga á KEF