Vín, drykkir og keppni
Vel heppnuð bjórhátíð á Hólum – Í ár fór Ölverk með sigur af hólmi – Myndir
Bjórhátíðin á Hólum í Hjaltadal var haldin laugardaginn 1. júlí sl. og er það í ellefta sinn sem hún er haldin. Hátíðin stóð frá kl 15:00 – 19:00 en á svæðið mættu helstu bjórframleiðendur landsins og kynntu fjölbreytt úrval af gæðabjóra.
Á hátíðinni var einnig hægt að gæða sér á gómsætum matarbitum með argentísku, skagfirsku og indversku ívafi og var góð veðurblíða á Hólum og geggjuð stemmning í fólki.
Í ár fór Ölverk með sigur af hólmi, 6a Kraftöl var í öðru sæti og Litla Brugghúsið í því þriðja. Galdur á Hólmavík var með flottasta básinn.
1. Ölverk með bjórinn Bölverk súrbjór Ölverk/Böl kollab. mjólkurhristings súrbjór sem inniheldur Ástríðualdin, Ananas og mango.
2. 6a Kraftöl með Mt. Súlur, rafgullið öl, Jarðbundin karamella, blóðberg og akasía.
3. Litla Brugghúsið með, The Bridge beer, Lager, Þægilegur léttur og bjartur. Ögn bitur og létt humlaður.
Myndir: facebook / Bjórsetur Íslands
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Frétt5 dagar síðan
Veisluþjónusta án starfsleyfis: Matarsýkingar rekjanlegar til rangrar meðhöndlunar hjá veisluþjónustu
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Pílumeistarinn 2025 krýndur á stórskemmtilegu móti veitingafólks – Myndaveisla
-
Keppni3 dagar síðan
Munið skilafrestinn 14. febrúar – Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Eldhús framtíðarinnar: Snjallbúnaður sem sparar tíma, vinnu og orku – Myndbönd
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Frönsk matargerð í hávegum höfð: Michelin-meistari færir Midland Grand Dining Room á næsta stig
-
Keppni1 dagur síðan
Global Chefs Challenge fer fram á Ítalíu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Nýjustu Michelin-stjörnurnar í Bretlandi og Írlandi – Roux-fjölskyldan fagnar stórsigri
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Vatnsdeigsbolla með Nutella-kremi og kransabita