Vín, drykkir og keppni
Vel heppnuð bjórhátíð á Hólum – Í ár fór Ölverk með sigur af hólmi – Myndir
Bjórhátíðin á Hólum í Hjaltadal var haldin laugardaginn 1. júlí sl. og er það í ellefta sinn sem hún er haldin. Hátíðin stóð frá kl 15:00 – 19:00 en á svæðið mættu helstu bjórframleiðendur landsins og kynntu fjölbreytt úrval af gæðabjóra.
Á hátíðinni var einnig hægt að gæða sér á gómsætum matarbitum með argentísku, skagfirsku og indversku ívafi og var góð veðurblíða á Hólum og geggjuð stemmning í fólki.
Í ár fór Ölverk með sigur af hólmi, 6a Kraftöl var í öðru sæti og Litla Brugghúsið í því þriðja. Galdur á Hólmavík var með flottasta básinn.
1. Ölverk með bjórinn Bölverk súrbjór Ölverk/Böl kollab. mjólkurhristings súrbjór sem inniheldur Ástríðualdin, Ananas og mango.
2. 6a Kraftöl með Mt. Súlur, rafgullið öl, Jarðbundin karamella, blóðberg og akasía.
3. Litla Brugghúsið með, The Bridge beer, Lager, Þægilegur léttur og bjartur. Ögn bitur og létt humlaður.
Myndir: facebook / Bjórsetur Íslands

-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Ný kynslóð kjötiðnaðarmanna – Myndasafn af nemendum að störfum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun17 klukkustundir síðan
Hlaðvarpið sem fagmenn í veitingageiranum elska – MatMenn bjóða upp á innsýn í bransann
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Aprílfundur KM: Veitingasvæði Ikea skoðað, mannúðarmál rædd og happdrætti til styrktar Myanmar bar góðan árangur – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fastus – ein heild á ný
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Yfirkokkur óskast á Fosshótel Húsavík – Executive chef Wanted at Fosshotel Húsavík
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Vorið kallar á nýsköpun og skapandi hugmyndir hjá Noma og MAD
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Fyrsta 3D-prentaða kaffihúsið rís í Texas
-
Frétt5 dagar síðan
Eggjaverð í Bandaríkjunum í hæstu hæðum – stangast á við fullyrðingar Donald Trumps