Vín, drykkir og keppni
Vel heppnuð bjórhátíð á Hólum – Í ár fór Ölverk með sigur af hólmi – Myndir
Bjórhátíðin á Hólum í Hjaltadal var haldin laugardaginn 1. júlí sl. og er það í ellefta sinn sem hún er haldin. Hátíðin stóð frá kl 15:00 – 19:00 en á svæðið mættu helstu bjórframleiðendur landsins og kynntu fjölbreytt úrval af gæðabjóra.
Á hátíðinni var einnig hægt að gæða sér á gómsætum matarbitum með argentísku, skagfirsku og indversku ívafi og var góð veðurblíða á Hólum og geggjuð stemmning í fólki.
Í ár fór Ölverk með sigur af hólmi, 6a Kraftöl var í öðru sæti og Litla Brugghúsið í því þriðja. Galdur á Hólmavík var með flottasta básinn.
1. Ölverk með bjórinn Bölverk súrbjór Ölverk/Böl kollab. mjólkurhristings súrbjór sem inniheldur Ástríðualdin, Ananas og mango.
2. 6a Kraftöl með Mt. Súlur, rafgullið öl, Jarðbundin karamella, blóðberg og akasía.
3. Litla Brugghúsið með, The Bridge beer, Lager, Þægilegur léttur og bjartur. Ögn bitur og létt humlaður.
Myndir: facebook / Bjórsetur Íslands
-
Markaðurinn3 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Keppni4 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Vín, drykkir og keppni10 klukkustundir síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn3 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Markaðurinn4 dagar síðanYfirmatreiðslumaður óskast til Marinar ehf. í fullt starf
-
Pistlar10 klukkustundir síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Markaðurinn3 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn2 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra

















