Vín, drykkir og keppni
Vel heppnuð bjórhátíð á Hólum – Í ár fór Ölverk með sigur af hólmi – Myndir
Bjórhátíðin á Hólum í Hjaltadal var haldin laugardaginn 1. júlí sl. og er það í ellefta sinn sem hún er haldin. Hátíðin stóð frá kl 15:00 – 19:00 en á svæðið mættu helstu bjórframleiðendur landsins og kynntu fjölbreytt úrval af gæðabjóra.
Á hátíðinni var einnig hægt að gæða sér á gómsætum matarbitum með argentísku, skagfirsku og indversku ívafi og var góð veðurblíða á Hólum og geggjuð stemmning í fólki.
Í ár fór Ölverk með sigur af hólmi, 6a Kraftöl var í öðru sæti og Litla Brugghúsið í því þriðja. Galdur á Hólmavík var með flottasta básinn.
1. Ölverk með bjórinn Bölverk súrbjór Ölverk/Böl kollab. mjólkurhristings súrbjór sem inniheldur Ástríðualdin, Ananas og mango.
2. 6a Kraftöl með Mt. Súlur, rafgullið öl, Jarðbundin karamella, blóðberg og akasía.
3. Litla Brugghúsið með, The Bridge beer, Lager, Þægilegur léttur og bjartur. Ögn bitur og létt humlaður.
Myndir: facebook / Bjórsetur Íslands
-
Bocuse d´Or16 klukkustundir síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanGunnar Karl Gíslason: „Við þurfum fyrst og fremst að halda lífi í veitingastöðunum“
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanÁtta rétta jólaplatti í Vínstofu Friðheima – Íslenskar hefðir í nýjum búningi
-
Keppni21 klukkustund síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Markaðurinn3 dagar síðanFerskt og litríkt sætkartöflusalat sem hentar við öll tilefni
-
Keppni4 dagar síðanKeppni í jólapúns í Jólaportinu: Veitingahús etja kappi til styrktar Sorgarmiðstöðinni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSkandinavískt jólahlaðborð á Síldarkaffi vekur mikla athygli – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSykurverk opnar smáköku- og kaffihúsa pop up í Iðunn mathöll fyrir jólin

















