Vín, drykkir og keppni
Vel heppnuð bjórhátíð á Hólum – Í ár fór Ölverk með sigur af hólmi – Myndir
Bjórhátíðin á Hólum í Hjaltadal var haldin laugardaginn 1. júlí sl. og er það í ellefta sinn sem hún er haldin. Hátíðin stóð frá kl 15:00 – 19:00 en á svæðið mættu helstu bjórframleiðendur landsins og kynntu fjölbreytt úrval af gæðabjóra.
Á hátíðinni var einnig hægt að gæða sér á gómsætum matarbitum með argentísku, skagfirsku og indversku ívafi og var góð veðurblíða á Hólum og geggjuð stemmning í fólki.
Í ár fór Ölverk með sigur af hólmi, 6a Kraftöl var í öðru sæti og Litla Brugghúsið í því þriðja. Galdur á Hólmavík var með flottasta básinn.
1. Ölverk með bjórinn Bölverk súrbjór Ölverk/Böl kollab. mjólkurhristings súrbjór sem inniheldur Ástríðualdin, Ananas og mango.
2. 6a Kraftöl með Mt. Súlur, rafgullið öl, Jarðbundin karamella, blóðberg og akasía.
3. Litla Brugghúsið með, The Bridge beer, Lager, Þægilegur léttur og bjartur. Ögn bitur og létt humlaður.
Myndir: facebook / Bjórsetur Íslands

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Stavanger Vinfest 25 ára – „Það rignir Michelin-stjörnum hér!“ segir Sigurður Rúnar
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Lærðu Flair af þeim besta! Michael Moreni kemur til Íslands
-
Keppni5 dagar síðan
Food & Fun 2025: Framúrskarandi matreiðslumenn heiðraðir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Áhrifavaldar gegna lykilhlutverki í aukinni neyslu ávaxta og grænmetis
-
Food & fun2 dagar síðan
Reyka kokteilkeppnin: Harður slagur en Daníel Kavanagh stóð uppi sem sigurvegari – Myndasafn
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Uppskrift: Einföld og fljótleg mexíkósk kjúklingabaka með kotasælu
-
Frétt2 dagar síðan
Starbucks dæmt til að greiða gríðarlegar bætur eftir brunaslys – greiðir 50 milljónir dala í bætur
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kjarnafæði-Norðlenska hlýtur viðurkenningu fyrir framúrskarandi starf