Frétt
Vel heppnaður KM fundur á Friðheimum
Það var 6. maí sem félagar KM mættu fyrir framan Höfuðstöðvar MS í Reykjavík til að fara að Friðheimum í Reykholti og beið splúnkuný rúta frá Snæland Grímssyni klár til að flytja okkur.
Á auglýstum tíma lagði rútan af stað austur og gekk ferðin vel og áður en maður vissi vorum við komin að Friðheimum. Á móti okkur tók eigandinn Knútur Ármann og Jón K.B.Sigfússon matreiðslumeistari staðarins. Var okkur boðinn byrkisafi í coctailtómötum meðan hann kynnti fyrir okkur starfsemi staðarins og var virkilega gaman að heyra frásögn hans.
Síðan var gengið til borðs, en á boðstólunum hjá þeim voru tvennskonar súpur, önnur tómatsúpa með kjúkling og hin hvað haldið þið, nú auðvitað tómatsúpa í tómatræktunni sjálfri, heimabakað brauð, létt sýrðar gúrkur, smjör og sýrður rjómi.
Það kom á daginn að Jón hafði meira en vikureynslu í gerð á súpum því ég held að allir hafi verið yfir sig hrifnir af góðum viðurgjörningi og í eftirrétt kom ostakaka í litlum blómapotti með mauki, löguð úr grænum tómötum og ekki skemmdi það stemminguna.
Svo var haldin stuttur fundur og tók hann fljótt af og menn fóru að skoða sig um, út við andyri eru þau með smáhorn þar sem þau selja afurðir úr tómötum sem hafa verið hannaðar og þróaðar á staðnum og bætist sífellt í þá flóru.
Að lokum kvöddum við þá félaga og héldum út í rútuna og ég gleymdi að segja ykkur í upphafi að það er parketgólf í rútunni. Ferðin gekk vel í bæinn að MS, þar sem hver hélt í sína átt eftir stutta en velheppnaða ferð austur fyrir fjall.

-
Keppni2 dagar síðan
Íslenska landsliðið í kjötiðnaði sýndi frábæran árangur á Heimsmeistaramótinu í París – Myndir og vídeó
-
Frétt5 dagar síðan
Er sveinspróf í framreiðslu orðið úrelt á Íslandi?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Snædís, Hafliði og Marlís kynntu íslenska matargerð á ríkisheimsókn forsetahjóna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Pop-up kvöld: Gísli Matt mætir á Le KocK – aðeins þetta eina kvöld
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kælivagn til leigu
-
Íslandsmót barþjóna1 dagur síðan
Róbert Aron Garðarsson Proppé er Íslandsmeistari Barþjóna 2025 – Myndir og vídeó
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kynning í Garra næsta miðvikudag
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Þú átt eftir að elska þetta sítrónupasta með humri og burrata