Vertu memm

Frétt

Vel heppnaður KM fundur á Friðheimum

Birting:

þann

Eigendurnir; Helena Hermundardóttir og Knútur Ármann

Eigendurnir; Helena Hermundardóttir og Knútur Ármann

Jón K. B. Sigfússon matreiðslumeistari

Jón K. B. Sigfússon matreiðslumeistari

Það var 6. maí sem félagar KM mættu fyrir framan Höfuðstöðvar MS í Reykjavík til að fara að Friðheimum í Reykholti og beið splúnkuný rúta frá Snæland Grímssyni klár til að flytja okkur.

Á auglýstum tíma lagði rútan af stað austur og gekk ferðin vel og áður en maður vissi vorum við komin að Friðheimum. Á móti okkur tók eigandinn Knútur Ármann og Jón K.B.Sigfússon matreiðslumeistari staðarins. Var okkur boðinn byrkisafi í coctailtómötum meðan hann kynnti fyrir okkur starfsemi staðarins og var virkilega gaman að heyra frásögn hans.

Síðan var gengið til borðs, en á boðstólunum hjá þeim voru tvennskonar súpur, önnur tómatsúpa með kjúkling og hin hvað haldið þið, nú auðvitað tómatsúpa í tómatræktunni sjálfri, heimabakað brauð, létt sýrðar gúrkur, smjör og sýrður rjómi.

Það kom á daginn að Jón hafði meira en vikureynslu í gerð á súpum því ég held að allir hafi verið yfir sig hrifnir af góðum viðurgjörningi og í eftirrétt kom ostakaka í litlum blómapotti með mauki, löguð úr grænum tómötum og ekki skemmdi það stemminguna.

Svo var haldin stuttur fundur og tók hann fljótt af og menn fóru að skoða sig um, út við andyri eru þau með smáhorn þar sem þau selja afurðir úr tómötum sem hafa verið hannaðar og þróaðar á staðnum og bætist sífellt í þá flóru.

Að lokum kvöddum við þá félaga og héldum út í rútuna og ég gleymdi að segja ykkur í upphafi að það er parketgólf í rútunni. Ferðin gekk vel í bæinn að MS, þar sem hver hélt í sína átt eftir stutta en velheppnaða ferð austur fyrir fjall.

† 1956-2015 | Sverrir er matreiðslumeistari, en hann lærði matreiðslu á Hótel Sögu og var við nám í hótelstjórnun í Álaborg. Hann hefur starfað mjög víða, m.a. á veitingastöðum í Englandi og Danmörku. Einnig á stöðum hér heima, m.a. Hótel Sögu, Óperu, Holliday Inn, Ránni og Þotunni í Keflavík, Fossnesti á Selfossi. Sverrir er beinskeyttur, opinskár og harðsoðinn penni.

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið