Vín, drykkir og keppni
Vel heppnað PopUp hjá Grétari íslandsmeistara í kokteilagerð
Nú á dögunum var enginn annar en Grétar Matthíasson, margfaldur Íslandsmeistari í kokteilagerð með PopUp á Diamond Lounge & Bar í Keflavík þar sem hann töfraði fram spennandi og framandi kokteila.
„Við erum enn í svaka stuði eftir eftirminnilegt kvöld á Diamond Lounge & KEF Restaurant á Hótel Keflavík þegar við öðluðumst þann heiður að fá Íslandsmeistarann, Grétar Matthíasson, í kokteilagerð í heimsókn á barnum okkar sem endaði með æðislegu kvöldi í hjarta Keflavíkur.“
Sagði Karen Sigurðardóttir, veitingastjóri í samtali við veitingageirinn.is
Grétar sem er þekktur fyrir hans hæfni bak við barinn hristi ferska og fallega vorkokteila sem féllu vel í kramið hjá bæjarbúum. Stemningin var smitandi og fljótt varð barinn stappaður af gestum spenntir að sjá meistarann að verki.
En Grétar sá ekki aðeins um að þjónusta gesti með glæsilegum drykkjum heldur deildi hann uppskriftum sínum með barþjónum staðarins og kenndi þeim eitt og annað trix sem þær gætu haft áfram í farteskinu.
„Erum afar þakklát fyrir þetta skemmtilega POP UP og þökkum þeim sem mættu og nutu með okkur. Hlökkum til fleiri POP UP tilefna hjá okkur á Diamond Lounge & KEF Restaurant og erum spennt að fá Grétar vonandi sem fyrst aftur í heimsókn.“
Sagði Karen að lokum.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni4 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun23 klukkustundir síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni1 dagur síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Keppni4 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Einstakt, dýrmætt og eftirsótt – Hvað gerir Masseto svo sérstakt?