Vín, drykkir og keppni
Vel heppnað PopUp hjá Grétari íslandsmeistara í kokteilagerð
Nú á dögunum var enginn annar en Grétar Matthíasson, margfaldur Íslandsmeistari í kokteilagerð með PopUp á Diamond Lounge & Bar í Keflavík þar sem hann töfraði fram spennandi og framandi kokteila.
„Við erum enn í svaka stuði eftir eftirminnilegt kvöld á Diamond Lounge & KEF Restaurant á Hótel Keflavík þegar við öðluðumst þann heiður að fá Íslandsmeistarann, Grétar Matthíasson, í kokteilagerð í heimsókn á barnum okkar sem endaði með æðislegu kvöldi í hjarta Keflavíkur.“
Sagði Karen Sigurðardóttir, veitingastjóri í samtali við veitingageirinn.is
Grétar sem er þekktur fyrir hans hæfni bak við barinn hristi ferska og fallega vorkokteila sem féllu vel í kramið hjá bæjarbúum. Stemningin var smitandi og fljótt varð barinn stappaður af gestum spenntir að sjá meistarann að verki.
En Grétar sá ekki aðeins um að þjónusta gesti með glæsilegum drykkjum heldur deildi hann uppskriftum sínum með barþjónum staðarins og kenndi þeim eitt og annað trix sem þær gætu haft áfram í farteskinu.
„Erum afar þakklát fyrir þetta skemmtilega POP UP og þökkum þeim sem mættu og nutu með okkur. Hlökkum til fleiri POP UP tilefna hjá okkur á Diamond Lounge & KEF Restaurant og erum spennt að fá Grétar vonandi sem fyrst aftur í heimsókn.“
Sagði Karen að lokum.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
100 myndir frá hátíðarkvöldverði KM
-
Keppni4 dagar síðan
Þessir veitingastaðir og Íslendingar eru tilnefndir til BCA 2025 – Myndaveisla
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Fyrsta heildstæða kennsluefnið í matreiðslu gefið út eftir 70 ára kennslusögu – Myndir frá útgáfuteitinu
-
Keppni4 dagar síðan
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi og langar til að komast í ungkokkalandsliðið?
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift – Rjómalöguð tómatsúpa og grillað ostabrauð
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Reynir Grétarsson matreiðslumeistari með áhugavert fræðsluerindi um súkkulaðigerð – Myndir
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Uppskrift – Mozzarella fiskréttur
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Hótel og heilsulind Bláa Lónsins á meðal 10 bestu hótelum heims – Michelin