Vín, drykkir og keppni
Vel heppnað PopUp hjá Grétari íslandsmeistara í kokteilagerð
Nú á dögunum var enginn annar en Grétar Matthíasson, margfaldur Íslandsmeistari í kokteilagerð með PopUp á Diamond Lounge & Bar í Keflavík þar sem hann töfraði fram spennandi og framandi kokteila.
„Við erum enn í svaka stuði eftir eftirminnilegt kvöld á Diamond Lounge & KEF Restaurant á Hótel Keflavík þegar við öðluðumst þann heiður að fá Íslandsmeistarann, Grétar Matthíasson, í kokteilagerð í heimsókn á barnum okkar sem endaði með æðislegu kvöldi í hjarta Keflavíkur.“
Sagði Karen Sigurðardóttir, veitingastjóri í samtali við veitingageirinn.is
Grétar sem er þekktur fyrir hans hæfni bak við barinn hristi ferska og fallega vorkokteila sem féllu vel í kramið hjá bæjarbúum. Stemningin var smitandi og fljótt varð barinn stappaður af gestum spenntir að sjá meistarann að verki.
En Grétar sá ekki aðeins um að þjónusta gesti með glæsilegum drykkjum heldur deildi hann uppskriftum sínum með barþjónum staðarins og kenndi þeim eitt og annað trix sem þær gætu haft áfram í farteskinu.
„Erum afar þakklát fyrir þetta skemmtilega POP UP og þökkum þeim sem mættu og nutu með okkur. Hlökkum til fleiri POP UP tilefna hjá okkur á Diamond Lounge & KEF Restaurant og erum spennt að fá Grétar vonandi sem fyrst aftur í heimsókn.“
Sagði Karen að lokum.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel6 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn21 klukkustund síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Markaðurinn6 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Keppni2 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn6 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Starfsmannavelta3 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya






