Vín, drykkir og keppni
Vel heppnað PopUp hjá Grétari íslandsmeistara í kokteilagerð
Nú á dögunum var enginn annar en Grétar Matthíasson, margfaldur Íslandsmeistari í kokteilagerð með PopUp á Diamond Lounge & Bar í Keflavík þar sem hann töfraði fram spennandi og framandi kokteila.
„Við erum enn í svaka stuði eftir eftirminnilegt kvöld á Diamond Lounge & KEF Restaurant á Hótel Keflavík þegar við öðluðumst þann heiður að fá Íslandsmeistarann, Grétar Matthíasson, í kokteilagerð í heimsókn á barnum okkar sem endaði með æðislegu kvöldi í hjarta Keflavíkur.“
Sagði Karen Sigurðardóttir, veitingastjóri í samtali við veitingageirinn.is
Grétar sem er þekktur fyrir hans hæfni bak við barinn hristi ferska og fallega vorkokteila sem féllu vel í kramið hjá bæjarbúum. Stemningin var smitandi og fljótt varð barinn stappaður af gestum spenntir að sjá meistarann að verki.
En Grétar sá ekki aðeins um að þjónusta gesti með glæsilegum drykkjum heldur deildi hann uppskriftum sínum með barþjónum staðarins og kenndi þeim eitt og annað trix sem þær gætu haft áfram í farteskinu.
„Erum afar þakklát fyrir þetta skemmtilega POP UP og þökkum þeim sem mættu og nutu með okkur. Hlökkum til fleiri POP UP tilefna hjá okkur á Diamond Lounge & KEF Restaurant og erum spennt að fá Grétar vonandi sem fyrst aftur í heimsókn.“
Sagði Karen að lokum.
-
Bocuse d´Or3 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni3 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun8 klukkustundir síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park
-
Markaðurinn3 dagar síðanParmaskinka á 50% afslætti hjá Stórkaup
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanUppselt á hátíðarkvöldverð Klúbbs matreiðslumeistara í Hörpu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanSmassaður jólaborgari með purusteik og camembert sló í gegn – Myndir






