Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Vel heppnað Pop-Up á Nielsen – Myndir

Birting:

þann

Ólöf Ólafsdóttir var með eftirrétta Pop-Up á veitingastaðnum Nielsen á Egilsstöðum frá 23. til 25. júní s.l. Vel heppnaður viðburður og var fullsetið í salnum alla þrjá dagana.

Sjá einnig: Viðburður sem enginn sælkeri ætti að láta fram hjá sér fara

Ólöf er konditor og pastry-chef að mennt en hún hóf starfsferil sinn á Apótek Restaurant árið 2015 og starfaði þar í tæp 2 ár. Þar fékk hún að kynnast eftirrétta heiminum enda Apótekið þekkt fyrir frábæra eftirrétti og varð Ólöf í kjölfarið strax hugfangin af kökum og eftirréttum.

Ólöf starfar nú á veitingastaðnum Monkeys.

Með fylgja myndir frá viðburðinum og eru þær teknar í miðri service:

Ólöf Ólafsdóttir - Eftirrétta Pop-Up - Veitingastaðurinn Nielsen á Egilsstöðum

Skyrmús með kerfil geli og hundasúru sorbet.
Skyrið fékk Ólöf frá fjósahorninu í Egilsstaðarbýli. Ólöf týndi svo kerfilinn og hundasúrurnar í náttúruperlunni á Egilsstöðum.

Ólöf Ólafsdóttir - Eftirrétta Pop-Up - Veitingastaðurinn Nielsen á Egilsstöðum

Gamaldags kransakaka með þurrkuðum rabarbara, rabarbara sorbet og er rabarbarinn beint úr garðinum fyrir utan Nielsen

Ólöf Ólafsdóttir - Eftirrétta Pop-Up - Veitingastaðurinn Nielsen á Egilsstöðum

Hvítsúkkulaði með bláberja líkjöri

Myndir: aðsendar

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið