Starfsmannavelta
Veitingastöðum lokað í Leifsstöð
Opinn kynningarfundur vegna útboðs Isavia á rekstri tveggja veitingastaða í Leifsstöð verður haldinn í Hörpu í dag. Um er að ræða tvö ný veitingarými á annarri hæð í norðurbyggingu flugstöðvarinnar.
Kynnt er að þremur veitingastöðum í Leifsstöð verði lokað samfara þessum breytingum; Nord, Joe and the Juice og Loksins bar. Þá áformi Isavia að opna nýjan sölustað fyrir samlokur, kaffi og fleira slíkt, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.
Í auglýsingu á vef Isavia kemur m.a. fram:
„Veitingastaðirnir tveir verða með ólíku sniði og nálgun en reknir af sama rekstraraðila. Mikilvægt er að rekstraraðilar sem taka þátt í útboðinu hafi víðtæka reynslu af rekstri veitingahúsa og veiti hágæðaþjónustu í lifandi umhverfi.“
Viðtal – Horfðu á 13 ára gamalt vídeó
Fyrir áhugasama, þá er hægt að lesa og horfa á hér þegar veitingageirinn.is (freisting.is) kíkti í heimsókn við opnun NORD árið 2009.
Mynd: Isavia.is
-
Bocuse d´Or3 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni3 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Markaðurinn5 dagar síðanFerskt og litríkt sætkartöflusalat sem hentar við öll tilefni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park
-
Markaðurinn3 dagar síðanParmaskinka á 50% afslætti hjá Stórkaup
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanUppselt á hátíðarkvöldverð Klúbbs matreiðslumeistara í Hörpu
-
Markaðurinn4 dagar síðanDrykkur kynnir glæsilega jólagjafapakka fyrir fyrirtæki og vini






