Starfsmannavelta
Veitingastöðum lokað í Leifsstöð
Opinn kynningarfundur vegna útboðs Isavia á rekstri tveggja veitingastaða í Leifsstöð verður haldinn í Hörpu í dag. Um er að ræða tvö ný veitingarými á annarri hæð í norðurbyggingu flugstöðvarinnar.
Kynnt er að þremur veitingastöðum í Leifsstöð verði lokað samfara þessum breytingum; Nord, Joe and the Juice og Loksins bar. Þá áformi Isavia að opna nýjan sölustað fyrir samlokur, kaffi og fleira slíkt, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.
Í auglýsingu á vef Isavia kemur m.a. fram:
„Veitingastaðirnir tveir verða með ólíku sniði og nálgun en reknir af sama rekstraraðila. Mikilvægt er að rekstraraðilar sem taka þátt í útboðinu hafi víðtæka reynslu af rekstri veitingahúsa og veiti hágæðaþjónustu í lifandi umhverfi.“
Viðtal – Horfðu á 13 ára gamalt vídeó
Fyrir áhugasama, þá er hægt að lesa og horfa á hér þegar veitingageirinn.is (freisting.is) kíkti í heimsókn við opnun NORD árið 2009.
Mynd: Isavia.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Kokkalandsliðið3 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn3 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn3 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanMichael O’Hare opnar nýjan veitingastað eftir erfiðan kafla í rekstri
-
Keppni6 dagar síðanSkráning hafin í fyrstu kokteilakeppni ársins






