Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Veitingastaðurinn Skúrinn opnaður í Stykkishólmi
Í júlí var opnaður nýr veitingastaður í Stykkishólmi við Aðalgötuna þar sem Verkalýðsfélag Snæfellinga var áður til húsa. Staðurinn ber nafnið Skúrinn og eru eigendur hans Arnþór Pálsson, Þóra Margrét Birgisdóttir, Rósa Indriðadóttir og Sveinn Arnar Davíðsson.

Á meðal rétta er hægt að fá fisk dagsins, t.a.m. kola með sætum kartöflum og lime majonesi.
Mynd: facebook/skúrinn
Matseðillinn samanstendur af samlokum og hamborgurum sem bera nöfn manna úr bæjarfélaginu, má þar nefna Björn Ásgeir svínabónda og Sigga leirloku og fiskur dagsins einfaldlega heitir Ísleifur. Einnig er hægt að fá salat og kökur og hristing eða „shake“ ásamt kaffi og drykkjum.
Á vef Skessuhornsins kemur fram að eigendurnir eru bjartsýnir á reksturinn og ætla að vera með opið í vetur og munu bjóða upp á rétt dagsins ásamt réttum af matseðli.
Mynd: skjáskot af google korti.

-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bako Verslunartækni er nýr sölu- og þjónustuaðili TurboChef ofna á Íslandi
-
Keppni4 dagar síðan
Landslið kjötiðnaðarmanna í hörkuformi fyrir París – Tímamælingar lofa góðu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
ÓJ&K – ÍSAM bauð KM-félögum upp á veislu – Konditorar boðnir velkomnir – Myndir
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Upplifðu franska vínmenningu með Gunna Palla & Georg Leite
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Ekki lengur bara sjálfboðavinna – Matreiðslumeistarar með nýja bækistöð
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
6.000 máltíðir eldaðar daglega fyrir sjúklinga og starfsfólk – Bólusetning fyrir matreiðslumeistara?
-
Keppni4 dagar síðan
Ísland í sigursæti á alþjóðlegri kokteilakeppni – Myndir
-
Frétt3 dagar síðan
Kolaportið sem miðstöð matar, menningar og markaðsviðburða – Auglýst eftir rekstraraðila