Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Veitingastaðurinn Skúrinn opnaður í Stykkishólmi
Í júlí var opnaður nýr veitingastaður í Stykkishólmi við Aðalgötuna þar sem Verkalýðsfélag Snæfellinga var áður til húsa. Staðurinn ber nafnið Skúrinn og eru eigendur hans Arnþór Pálsson, Þóra Margrét Birgisdóttir, Rósa Indriðadóttir og Sveinn Arnar Davíðsson.

Á meðal rétta er hægt að fá fisk dagsins, t.a.m. kola með sætum kartöflum og lime majonesi.
Mynd: facebook/skúrinn
Matseðillinn samanstendur af samlokum og hamborgurum sem bera nöfn manna úr bæjarfélaginu, má þar nefna Björn Ásgeir svínabónda og Sigga leirloku og fiskur dagsins einfaldlega heitir Ísleifur. Einnig er hægt að fá salat og kökur og hristing eða „shake“ ásamt kaffi og drykkjum.
Á vef Skessuhornsins kemur fram að eigendurnir eru bjartsýnir á reksturinn og ætla að vera með opið í vetur og munu bjóða upp á rétt dagsins ásamt réttum af matseðli.
Mynd: skjáskot af google korti.
-
Starfsmannavelta7 dagar síðanRosewood London til sölu vegna lausafjárvanda eigenda
-
Frétt6 dagar síðanNew York herðir reglur um þjórfé, DoorDash og Uber segja ný lög grafa undan eftirspurn
-
Markaðurinn5 dagar síðanÁr breytinga, mikilla anna og stórra ákvarðana. Pistill eftir Óskar Hafnfjörð Gunnarsson formann hjá Matvís
-
Markaðurinn4 dagar síðanStökkir Brie bitar með pistasíuhjúp og chili hunangi
-
Keppni5 dagar síðanJólapúnsinn í Jólaportinu skilaði 200 þúsund krónum til góðs málefnis
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanMest lesnu fréttir ársins 2025
-
Uppskriftir3 dagar síðanÞetta elduðu flestir. Vinsælustu uppskriftir Veitingageirinn.is á árinu
-
Markaðurinn2 dagar síðanJanúartilboð: Kjöt fyrir veitingastaði, mötuneyti og stóreldhús







