Frétt
Veitingastaður lokaður vegna skort á kokkum – „Hvaða aumingjaskapur er þetta….“
Meðlimur í facebook hópnum Bakland Ferðaþjónustunnar skrifar færslu í hópinn og segist hafa verið mjög „frústrerandi“ þegar hann var mættur og fjórir aðrir með honum á veitingastað á landsbyggðinni, sem þau höfðu hug á því að borða hjá, væri lokaður.
Ástæðan fyrir lokuninni var að enginn kokkur var á vakt.
„Hvaða aumingjaskapur er þetta, það er til fullt af frambærilegum kokkum á landinu ef borguð eru mannsæmandi laun. Get fengið súpu á morgun. Til að gera mann enn meira frústreraðan er að hér í kvöld er prívat veisla þar sem fólk fær mat. Hvaða kokkur skildi vinna þessa einu kvöldstund.“
Segir meðlimurinn sem er greinilega virkilega óánægður með þjónustuna.
Mikil umræða skapaðist við þráðinn þar sem bent er á að ferðaþjónustan hafi misst mikið af fólki vegna COVID-19 heimsfaraldursins, á meðan aðrir taka í sama streng og segir að þetta sé víða svona.
Mynd: úr safni og tengist fréttinni ekki beint
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Kokkalandsliðið5 dagar síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanEr þetta besta jólatréð í bænum, á bragðið? – Vídeó
-
Markaðurinn2 dagar síðanHættulega góðar ostakökukúlur með Biscoff og hvítu súkkulaði
-
Keppni4 dagar síðanWoodford Reserve Old Fashioned Week haldin í fyrsta sinn á Íslandi – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanKristján Örn matreiðslumeistari bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á Gran Canaria – Myndir






