Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Veitingastaðirnir Jómfrúin og Elda opna á Keflavíkurflugvelli – Snorri Victor matreiðslumeistari í samstarf við SSP
SSP í Noregi, hluti af alþjóðlega fyrirtækinu SSP Group, átti hagkvæmasta tilboðið í útboði á rekstri tveggja veitingastaða sem opnaðir verða á Keflavíkurflugvelli í febrúar á næsta ári. Fyrirtækið mun reka veitingastað í samstarfi við íslenska fyrirtækið Jómfrúnna og hefja rekstur á bístró-stað undir nafninu Elda þar sem Snorri Victor Gylfason, kokkur á Vox mun sjá um þróun og hönnun á öllum réttum.
Um er að ræða tvö ný veitingarými á annarri hæð í norðurbyggingu. Elda verður nútímalegur og notalegur staður sem býður upp á hraða þjónustu, heita og kalda rétti og hentar fjölbreyttum hópi farþega á öllum tímum sólahringsins. Jómfrúin verður afslappaður veitingastaður sem býður sinn fjölbreytta matseðil, blandaðan íslenskri og skandinavískri matargerð. Munu viðskiptavinir beggja veitingastaða eiga völ á að panta beint að borðinu í gegnum sérstakan QR kóða, til þess að forðast biðraðir.
„Það er okkur heiður og við erum stolt af því að hafa verið valin til samstarfs við Isavia um rekstur tveggja veitingarýma á Keflavíkurflugvelli. Við hlökkum til að opna veitingastaðina Jómfrúin og Elda í norðurbyggingu flugstöðvarinnar snemma á næsta ári með samstarfsaðilum okkar á Íslandi, þeim Jakobi Einari Jakobssyni og hans teymi og Snorra Victori Gylfasyni.“
segir Bente Brevik, framkvæmdastjóri SSP.
„Við hjá Jómfrúnni erum mjög ánægð með þetta samstarf við SSP, þau hafa mikla reynslu af rekstri á alþjóðaflugvöllum á Norðurlöndum og víðar. Okkar markmið er að fanga sömu stemningu og ríkt hefur á Jómfrúnni í Lækjagötu í áratugi, við hlökkum mikið til að taka þátt í framtíðarþróun Keflavíkurflugvallar,“
segir Jakob Einar Jakobsson, eigandi Jómfrúarinnar.
Alls sóttu 32 aðilar útboðsgögnin þegar opnað var fyrir aðgang að þeim í vor. Þá sendu sex aðilar inn hæfis- og þátttökuyfirlýsingu, þrír þeirra uppfylltu hæfiskröfur útboðs og var boðið að skila inn tilboðum og taka þátt í viðræðuferlinu. Tilboðin eru metin með hliðsjón af tæknilegum og fjárhagslegum útfærslum.
Matsferlið fól í sér að meta gæði tilboða, þar sem m.a. var horft til veitingaframboðs og ferskleika veitinganna sem í boði verða. Horft var til verðlagningar, þjónustu við viðskiptavini, sem og hönnunar og útlits staðanna og sjálfbærni.
„Við erum að taka á móti mjög breiðum hópi farþega sem hefur mismunandi þarfir, við viljum að úrval veitingastaða endurspegli það og jafnframt ýti undir íslenska upplifun.
Þar af leiðandi fögnum við því að fá jafn rótgróinn íslenskan veitingastað inn í fjölbreytta flóru veitingastaða á Keflavíkurflugvelli og Jómfrúnna á sama tíma og við bjóðum reynsluboltana hjá SSP velkomin.
Flugstöðin á að vera staður sem fólk nýtur þess að heimsækja og allir geti fundið eitthvað við sitt hæfi,“
segir Gunnhildur Erla Vilbergsdóttir, deildarstjóri verslana og veitinga hjá Isavia.
Um útboðsferli Isavia
Isavia býður út þjónustu á Keflavíkurflugvelli og er það liður í að gera rekstrarumhverfið samkeppnishæft. Isavia fylgir lögum og reglum um opinber innkaup og viðhefur jafnræði, gagnsæi og hagkvæmni. Útboðin eru byggð á grundvelli reglugerðar nr. 950/2017 um sérleyfissamninga um verk og þjónustu. Öll útboð eru auglýst á evrópska efnahagssvæðinu.
Meðfylgjandi myndir eru fyrstu tillögur frá SSP.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
100 myndir frá hátíðarkvöldverði KM
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Fyrsta heildstæða kennsluefnið í matreiðslu gefið út eftir 70 ára kennslusögu – Myndir frá útgáfuteitinu
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Spennandi tækifæri
-
Frétt1 dagur síðan
Myllan innkallar heimilisbrauð
-
Markaðurinn3 dagar síðan
World Class barþjónakeppnin – Skráning 2025
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bóndadagsgjöf ástríðukokksins
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðan
Útlit hins sígilda íslenska Brennivíns hefur verið uppfært – Ákveðin framþróun í bragði Brennivínsins m.a. með tærari kúmenkeim en áður var
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Wolt nær annarri sneið af pítsuumarkaðnum með samningi við Domino’s