Smári Valtýr Sæbjörnsson
Veitingahús fagna sumrinu með stæl
Sumardagurinn fyrsti er hátíðisdagur hvort sem þann dag snjóar, rignir eða sólin skín. Verbúð 11 býður upp á girnilegan fjögurra rétta matseðil á sérstöku tilboði í dag sumardaginn fyrsta, á morgun föstudaginn 24. apríl og laugardaginn 25. apríl.
Forréttir:
Léttgrafin bleikja. Með brauðraspi, sölvum, fennel og wasabi majónesi.
Þorskurinn hans Jóns. Með rauðrófum, kapers og piparrótarkremi.
Aðalréttur:
Grillað nauta rib-eye með rótargrænmeti, kryddjurta-kartöflumús og jarðsveppasósu.
Eftirréttur:
Volg eplakaka með berjum og þeyttum rjóma.
5.990 kr.
Nánari upplýsingar á heimasíðu Verbúð 11.
Eigendur Vitans í Sandgerði eru í óða önn við sumar hreingerningarnar, en mikið er pantað framundan á Vitanum, hópar, einstaklingar og veislur víðsvegar um landið.
Vitinn er frægur fyrir sínar krabbaveislur og til gamans má geta að í dag átti einn krabbinn skelskipti í sjóbúrinu eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi:
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Uppskriftir6 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Frétt5 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Markaðurinn20 klukkustundir síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Fagfélögin taka í notkun nýjar Mínar síður