Viðtöl, örfréttir & frumraun
Veitingageirinn hreppti 2. sætið í keilumóti prent- og vefmiðla
Í gær fimmtudaginn 30. janúar var haldið glæsilegt keilumót fyrir prent og vefmiðla af Mekka Wines og Spiritis, Fellini og Keiluhallarinnar í Egilshöll.
Það voru 10 miðlar sem mættu og kepptu um glæsilegan Miller farandbikar.
Fyrst voru allir boðnir velkomnir og farið yfir dagskrá kvöldins, opnað var fyrir brautirnar og fólki leyft að taka nokkur æfingaskot. Auðvitað var barinn opinn og enginn gat farið þyrstur þaðan út. Eftir nokkur æfingaköst var farið inná veitingastaðinn Fellini og boðið að smakka rétti sem fara inn á matseðilinn á mánudaginn næstkomandi. Maturinn bragðaðist mjög vel, en á boðstólnum var:
Eftir matinn var svo komið að sjálfu mótinu, en reglurnar voru meðal annars að ef leikmaður náði fellu þá þurfti viðkomandi að taka skot og eins ef kúlan fór í rennuna frægu. Virkilega skemmtilegt kvöld og var ekki annað að sjá en að allir skemmtu sér konunglega. Mekka menn segja að stefnt verður á að hafa þetta mót að árlegum viðburði og erum við strax byrjaðir að skipuleggja stíft æfingaprógram.
Úrslit urðu eftirfarandi:
1. sæti – Séð og Heyrt
2. sæti – Veitingageirinn.is
3. sæti – Bland.is
Þeir sem kepptu fyrir hönd veitingageirans voru:
- Axel Þorsteinsson, bakari & konditor
- Björn Ágúst Hansson, matreiðslunemi
- Bragi Þór Hansson, matreiðslunemi
- Hinrik Carl Ellertsson, matreiðslumeistari
Myndir: Þorgeir Ólafsson
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Frétt4 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Frétt11 klukkustundir síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Frétt3 dagar síðan
Innköllun á sviðasultu frá Kjarnafæði
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fallegur og girnilegur jólakrans bar sigur úr býtum