Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Veislan – Vestfirðir – Grilluðu á gamla grillinu frá Argentínu steikhúsi

Birting:

þann

Veislan - 2. þáttur

Í þættinum grillaði Gunni Kalli á gamla grillinu frá Argentínu steikhúsi

Í þessum þætti sjáum við þá félaga, Gunnar Karl Gíslason og Halldór Laxness Halldórsson, fljúga vestur á Ísafjörð og leggja hluta af Vestfjörðum undir fót. Þeir heimsækja fiskbúðina við höfnina og heilsa upp á herramennina sem þar standa vaktina og kaupa ostrur til að njóta með bjórnum hans Hákonar á Dokkan Brugghús.

Veislan - 2. þáttur

Simbi kafari og Gunni Kalli fylgist vel með

Veislan - 2. þáttur

Á leiðinni inn í Önundarfjörð hitta þeir á Simba kafara sem kemur upp úr kafinu með fallega og ferska hörpuskel.

Veislan - 2. þáttur

Steinþór á Vagninum

Tekið er hús á Steinþóri og Ásgeiri sem eru nýju farfuglarnir á Flateyri og reka nú hinn sögufræga bar og veitingastað, Vagninn ásamt ungu spænsku pari sem stendur vaktina í eldhúsinu.

Veislan - 2. þáttur

Sassa og Gunni Kalli við gerð Paella

Þeim er boðið í dýrindis Paella veislu hjá Sössu sem hefur komið sér vel fyrir á Flateyri.

Veislan - 2. þáttur

Í stuttu ferðalagi til Þingeyrar er kíkt við á Simbahöllina og spjallað við Vater eiganda og Kristjönu heimakonu um lífsins gang og nauðsynjar yfir kaffibolla og belgískum vöfflum.

Gunni Kalli og Dóri skelltu sér á sjóinn með Sigga Hafberg og Magga til að ná í þorsk á grillið

Við undirbúning fyrir veisluna skella þeir sér á sjóinn með Sigga Hafberg og Magga til að ná í þorsk á grillið.

Veislan - 2. þáttur

Það er stór dagskrá framundan í Tankinum hvar fólki í þorpinu er boðið í veglega grillveislu og tónlistarflutningi frá Birki. Einstaklega skemmtileg og lifandi veisla fram eftir kvöldi og inn í nóttina.

Þáttinn í heild sinni er hægt að horfa á með því að smella hér.

Veislan - 2. þáttur

Gunni Kalli ávallt hress

Um þættina:

Leikstjóri: Hannes Þór Arason.
Hugmynd: Kristinn Vilbergsson og Lilja Jóns.
Leikarar: Gunnar Karl Gíslason og Halldór Laxness Halldórsson (Dóri DNA) leiðsögumenn og þáttastjórnendur.
Framleiðslufyrirtæki: Gamli Blakkur, Fígúra og Lilja Jóns.
Meðframleiðslufyrirtæki : Zik Zak kvikmyndir.

Veislan eru lífsstíls- og matarþættir sem fjalla um landið okkar, landslagið, matar- og tónlistarmenningu á Íslandi í gegnum fólkið sem hér býr.

Leiðsögumenn þáttanna eru flestum vel kunnir, þeir Dóri DNA og Gunnar Karl Gíslason Michelin kokkur. Þeir félagar bjóða áhorfendum að slást í för með sér og kynnast mismunandi landshlutum og íbúum þeirra í hverjum þætti.

Þeir heimsækja meðal annars minna þekkta staði á landinu, kynnast áhugaverðu fólki á leiðinni þar sem þeir fræðast um menningu, listir, mat og nýsköpun á sviði auðlindanýtingar okkar.

Á leið sinni á hvern stað, safna þeir kunnáttu og hráefnum til veisluhalda sem Gunnar Karl matreiðir í lok hvers þáttar af sinni alkunnu snilld með dyggri aðstoð heimamanna. Oftar en ekki fáum við einnig að njóta tónlistar þeirra sem eru á staðnum á meðan hópur fólks nýtur afraksturs ferðalagsins í veislu.

Myndir: Lilja Jóns

Instagram Veislunnar: @veislan_ferdalag

Sjá þáttinn hér.

Fleiri fréttir um þættina hér.

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið