Vertu memm

Frétt

Veirusýking í íslenskri tómatrækt – Er ekki skaðleg fólki eða dýrum

Birting:

þann

Tómatar

Nú í haust greindust tveir plöntusjúkdómar í tómatrækt hérlendis. Um er að ræða veiruna Pepino Mosaic Virus (PepMV) og spóluhnýðissýkingu (Potato Spindle Tuber Viroid – PSTVd). Niðurstöður rannsóknar Matvælastofnunar gefa til kynna að veirusmitið af völdum PepMV eigi sér sameiginlegan uppruna og sé útbreitt meðal tómatræktenda hérlendis.

Sjúkdómarnir eru ekki skaðlegir fólki en geta valdið miklum afföllum í tómatrækt. Matvælastofnun veit ekki til þess að veiran eða veirungurinn hafi áður náð fótfestu í garðyrkju hérlendis.

Við rannsókn voru tekin 22 sýni til hraðprófunar, af þeim voru 12 jákvæð fyrir PepMV veirunni. Ekki var skimað fyrir spóluhnýðissýkingu í hraðprófun. Einnig voru 16 ný sýni frá sömu ræktendum send til frekari rannsóknar, af þeim voru níu jákvæð fyrir PepMV og eitt jákvætt fyrir spóluhnýðissýkingu. Sex ræktendur höfðu þegar tæmt hús þegar sýnataka fór fram og ekki fengust sýni frá þeim. Spóluhnýðissýking greindist hjá tveimur til viðbótar síðasta haust við sýnatökur ræktenda.

Niðurstöður rannsóknar sýna að sýkingarnar eru bundnar við Suðurlandsundirlendið en ekki er hægt að útiloka frekari útbreiðslu í öðrum landshlutum.

Í kjölfar sýkinga voru smitvarnir auknar og settar takmarkanir á samgangi milli ræktunarstaða. Matvælastofnun vekur einnig athygli á því að innfluttir tómatar geta borið með sér smit. Til þess að stemma stigu við frekari útbreiðslu mun Matvælastofnun vinna að auknum smitvörnum á býlum sem greinst hafa með ofangreinda sjúkdóma.

Í fréttatilkynningu Matvælastofnunar segir að veiran og veirungurinn eru ekki skaðleg fólki eða dýrum. Spóluhnýðissýking getur hins vegar borist í kartöflur með tilheyrandi afföllum. Matvælastofnun beinir því til kartöfluræktenda að gæta að mögulegu krosssmiti frá einstaklingum og aðföngum sem borið gætu smit úr tómatrækt.

Nánari upplýsingar um plöntusjúkdómana er að finna í ítarefninu hér að neðan.

Ítarefni

Mynd: úr safni

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið