Viðtöl, örfréttir & frumraun
„Vegancado, nýja vegansamlokan frá Lemon er dúndurgóð!“ – Nýtt fyrir þá sem eru vegan
„Við erum alltaf að horfa til nýjunga og höfum unnið með frábæru fólki að skemmtilegum og góðum vörum undanfarin ár. Við finnum fyrir aukinni eftirspurn eftir veganvörur hjá okkur og því fengum við Ellu Stínu, eiganda Ella Stína Vegan, til liðs við okkur.
Ákveðið var að vinna með vinsælustu samlokuna okkar Chickencado og skoða hvernig við gætum breytt henni í vegan. Samlokan verður til að byrja með í boði í sumar en ef vel gengur og hún fer vel í viðskiptavini okkar þá fer hún á matseðilinn “
segir Gurrý Indriðadóttir, markaðsstjóri Lemon.
Nú á dögunum bauð Lemon í smakkteiti þar sem boðið var upp á nýju vegansamlokuna, en hún inniheldur vegankjúllabita, tómata, avocado, hvítlauks ailoli og pestó.
Kjúllabitarnir eru unnir úr Pea prótein sem er prótein unnið úr Edamame baunum sem gerir þá næringaríka af próteini.
„Ég mæli með vegan kjúllabitunum í vegancado samlokunni. Áferðin á bitunum er eins og á kjúklingi og þeir sem borða kjúkling segjast ekki finna mun á kjúklingi og vegankjúllabitunum. Þegar kom að vali á bitunum þá var úr vöndu að velja, en mikilvægt er að finna góða samstarfsaðila sem framleiða eftir okkar gæðakröfum.
Ég hef verið í samstarfi við fyrirtæki í Austurríki sem framleiðir vegan kjúllabitana en þeir vinna aðeins með úrvals hráefni úr sínu nærumhverfi“,
segir Ella Stína.
Gott kombó er gulli betra
„Á Lemon er vinsælt að fá sér samloku og djús, svokallað kombó. Með vegancado mælum við með djúsnum sem við unnum með Hildi Ómars, Beetlejuice.
Hann er hollur, fullur af vítamínum og járni. Hann hefur sérstaklega verið vinsæll hjá ófrískum konum þar sem hann er mjög járnríkur“,
segir Gurrý.
Að sögn gesta í teitinu þá smakkaðist samlokan mjög vel, þeir hreinlega elskuðu samlokuna. Áhugavert var líka að sjá að þeir sem eru ekki vegan fannst hún mjög góð og gæti vel hugsað sér að panta hana næst!
Mælum með að prófa vegan – fyrir eru allir djúsarnir á Lemon að sjálfsögðu vegan og próteindrykkurinn Power Plant sem Telma Matthíasdóttir gerði og hann hefur heldur betur slegið í gegn. Hinar sívænsælu partýkúlur Tobbu eru vegan og eru ómissandi með kaffibollanum á Lemon.
Myndir: aðsendar
-
Uppskriftir3 dagar síðan
Jóla gúrkur – Asíur
-
Keppni5 dagar síðan
Grétar Matthíasson keppir í kokteilagerð um helgina í stærsta spilavíti í Evrópu
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Vel heppnað eftirréttanámskeið Iðunnar og Ólöfu Ólafsdóttur Konditor og eftirréttameistara – Myndir og vídeó
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Nýr Indverskur veitingastaður opnar í Miðbæ Selfoss
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Fullbúin bás til sölu á besta stað í Mathöll Höfða
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Girnilegt smurbrauð hjá Skál á nýjum jólamatseðli
-
Frétt4 dagar síðan
KS hyggst kaupa B. Jensen – Ágúst Torfi: Ég get staðfest að það eru alvarlegar viðræður í gangi…
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Jól á Ekrunni