Vertu memm

Uppskriftir

Vatnsdeigsbollur

Birting:

þann

Bolludagur - Rjómabollur - Bollur - Súkkulaðibollur - Vatnsdeigsbollur - Bollur - Bolla

Hráefni
225 g smjörlíki
225 g hveiti
6 egg
4 dl vatn
3 tsk sykur

Aðferð
Vatn, smjörlíki og sykur soðið saman í potti. Hveitinu hrært saman við, suðan látin koma upp eða þar til ađ losast frá pott og sleif.

Einu og einu eggi bætt við þegar deigið hefur kólnað í svolítin tíma.

Ágætt er að nota hrærivél til ađ hræra eggjunum saman við deigið og nota þá hnoðara.

Því næst er bakađ efst í ofni við 225°C í 15 mínútur og svo við 175°C í 10 mínútur. Það má ekki opna ofninn á meðan.

Um 40 stk af Vatnsdeigsbollum.

Mynd: Smári / Veitingageirinn.is

Uppskriftirnar á veitingageirinn.is eru frá fagmönnum og áhugafólki á matargerð sem skilar fjölbreyttar og bragðgóðar uppskriftir til þín. Ef þú lumar á uppskrift sem þú vilt birta á veitingageirinn.is sendu okkur þá uppskriftina ásamt nafni á [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið