Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
VARÚÐ! Munnvatnsaukandi lestur framundan

Skelfiskmarkaðurinn er nýjasta viðbót í veitingaflóru Reykjavíkur, en hann er staðsettur við Klapparstíg 28-30.
„Hér er kvöldmatseðillinn okkar mættur. Hádegisseðill, kokteilseðill, brönseðill ofl væntanlegt á næstu dögum.“
Svona hefst facebook færsla Skelfiskmarkaðarins sem birt var í gær.
Það kennir ýmissa grasa á matseðlinum sem er virkilega flottur. Fiskur og skelfiskur er í aðalhlutverki á matseðlinum og íslensku ostrurnar fá að sjálfsögðu meiri athygli en aðrir réttir.
Ekki bara sjávarréttastaður
Á matseðlinum eru einnig kjötréttir, nautatartar, steik hússins, klassíski kjúklingarétturinn paillard, lamb, confit andalæri og fleiri girnilegir kjötréttir.
Með fylgir
matseðillinn hér að neðan:
Um staðinn
Skelfiskmarkaðurinn er nýjasta viðbót í veitingaflóru Reykjavíkur, en hann er staðsettur við Klapparstíg 28-30.
Fleiri fréttir um Skelfiskmarkaðinn hér.
Eigendur Skelfiskmarkaðarins eru Hrefna Rósa Jóhannsdóttir Sætran, Guðlaugur Frímannsson, Axel Björn Clausen matreiðslumenn og Ágúst Reynisson og Eysteinn Valsson framreiðslumenn.
Staðurinn tekur 160 manns í sæti og að auki er mjög gott útisvæði við veitingastaðinn. Axel Björn Clausen verður yfirmatreiðslumaður og yfirþjónn verður Eysteinn Valsson.
Opið verður frá 11:00 alla daga og fram á kvöld.
Myndir: facebook / Skelfiskmarkaðurinn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Kokkalandsliðið3 dagar síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Markaðurinn5 dagar síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanEr þetta besta jólatréð í bænum, á bragðið? – Vídeó
-
Markaðurinn4 dagar síðanOpnunartími Innnes um jólahátíðina – Innnes opening hours during the Christmas holidays
-
Frétt5 dagar síðanAsahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu
-
Keppni3 dagar síðanWoodford Reserve Old Fashioned Week haldin í fyrsta sinn á Íslandi – Myndir







