Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
VARÚÐ! Munnvatnsaukandi lestur framundan

Skelfiskmarkaðurinn er nýjasta viðbót í veitingaflóru Reykjavíkur, en hann er staðsettur við Klapparstíg 28-30.
„Hér er kvöldmatseðillinn okkar mættur. Hádegisseðill, kokteilseðill, brönseðill ofl væntanlegt á næstu dögum.“
Svona hefst facebook færsla Skelfiskmarkaðarins sem birt var í gær.
Það kennir ýmissa grasa á matseðlinum sem er virkilega flottur. Fiskur og skelfiskur er í aðalhlutverki á matseðlinum og íslensku ostrurnar fá að sjálfsögðu meiri athygli en aðrir réttir.
Ekki bara sjávarréttastaður
Á matseðlinum eru einnig kjötréttir, nautatartar, steik hússins, klassíski kjúklingarétturinn paillard, lamb, confit andalæri og fleiri girnilegir kjötréttir.
Með fylgir
matseðillinn hér að neðan:
Um staðinn
Skelfiskmarkaðurinn er nýjasta viðbót í veitingaflóru Reykjavíkur, en hann er staðsettur við Klapparstíg 28-30.
Fleiri fréttir um Skelfiskmarkaðinn hér.
Eigendur Skelfiskmarkaðarins eru Hrefna Rósa Jóhannsdóttir Sætran, Guðlaugur Frímannsson, Axel Björn Clausen matreiðslumenn og Ágúst Reynisson og Eysteinn Valsson framreiðslumenn.
Staðurinn tekur 160 manns í sæti og að auki er mjög gott útisvæði við veitingastaðinn. Axel Björn Clausen verður yfirmatreiðslumaður og yfirþjónn verður Eysteinn Valsson.
Opið verður frá 11:00 alla daga og fram á kvöld.
Myndir: facebook / Skelfiskmarkaðurinn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn5 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn5 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel7 dagar síðanBæjarins Beztu Pylsur opna á Hellu með sérstöku opnunartilboði fyrir heimamenn
-
Starfsmannavelta2 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Starfsmannavelta5 dagar síðanEndapunktur á áratuga sögu – Heilsuhúsið kveður







