Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

VARÚÐ! Munnvatnsaukandi lestur framundan

Birting:

þann

Skelfiskmarkaðurinn

Skelfiskmarkaðurinn er nýjasta viðbót í veitingaflóru Reykjavíkur, en hann er staðsettur við Klapparstíg 28-30.

„Hér er kvöldmatseðillinn okkar mættur. Hádegisseðill, kokteilseðill, brönseðill ofl væntanlegt á næstu dögum.“

Svona hefst facebook færsla Skelfiskmarkaðarins sem birt var í gær.

Það kennir ýmissa grasa á matseðlinum sem er virkilega flottur. Fiskur og skelfiskur er í aðalhlutverki á matseðlinum og íslensku ostrurnar fá að sjálfsögðu meiri athygli en aðrir réttir.

Ekki bara sjávarréttastaður

Á matseðlinum eru einnig kjötréttir, nautatartar, steik hússins, klassíski kjúklingarétturinn paillard, lamb, confit andalæri og fleiri girnilegir kjötréttir.

Með fylgir  matseðillinn hér að neðan:

Skelfiskmarkaðurinn - Matseðill

Skelfiskmarkaðurinn - Matseðill

Um staðinn

Skelfiskmarkaðurinn er nýjasta viðbót í veitingaflóru Reykjavíkur, en hann er staðsettur við Klapparstíg 28-30.

Fleiri fréttir um Skelfiskmarkaðinn hér.

Eigendur Skelfiskmarkaðarins eru Hrefna Rósa Jóhannsdóttir Sætran, Guðlaugur Frímannsson, Axel Björn Clausen matreiðslumenn og Ágúst Reynisson og Eysteinn Valsson framreiðslumenn.

Staðurinn tekur 160 manns í sæti og að auki er mjög gott útisvæði við veitingastaðinn. Axel Björn Clausen verður yfirmatreiðslumaður og yfirþjónn verður Eysteinn Valsson.

Opið verður frá 11:00 alla daga og fram á kvöld.

Myndir: facebook / Skelfiskmarkaðurinn

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið