Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
VARÚÐ! Munnvatnsaukandi lestur framundan
![Skelfiskmarkaðurinn](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/08/skelfiskmarkadurinn-3.jpg)
Skelfiskmarkaðurinn er nýjasta viðbót í veitingaflóru Reykjavíkur, en hann er staðsettur við Klapparstíg 28-30.
„Hér er kvöldmatseðillinn okkar mættur. Hádegisseðill, kokteilseðill, brönseðill ofl væntanlegt á næstu dögum.“
Svona hefst facebook færsla Skelfiskmarkaðarins sem birt var í gær.
Það kennir ýmissa grasa á matseðlinum sem er virkilega flottur. Fiskur og skelfiskur er í aðalhlutverki á matseðlinum og íslensku ostrurnar fá að sjálfsögðu meiri athygli en aðrir réttir.
Ekki bara sjávarréttastaður
Á matseðlinum eru einnig kjötréttir, nautatartar, steik hússins, klassíski kjúklingarétturinn paillard, lamb, confit andalæri og fleiri girnilegir kjötréttir.
Með fylgir matseðillinn hér að neðan:
Um staðinn
Skelfiskmarkaðurinn er nýjasta viðbót í veitingaflóru Reykjavíkur, en hann er staðsettur við Klapparstíg 28-30.
Fleiri fréttir um Skelfiskmarkaðinn hér.
Eigendur Skelfiskmarkaðarins eru Hrefna Rósa Jóhannsdóttir Sætran, Guðlaugur Frímannsson, Axel Björn Clausen matreiðslumenn og Ágúst Reynisson og Eysteinn Valsson framreiðslumenn.
Staðurinn tekur 160 manns í sæti og að auki er mjög gott útisvæði við veitingastaðinn. Axel Björn Clausen verður yfirmatreiðslumaður og yfirþjónn verður Eysteinn Valsson.
Opið verður frá 11:00 alla daga og fram á kvöld.
Myndir: facebook / Skelfiskmarkaðurinn
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Frétt13 klukkustundir síðan
Sviðasulta og svínasulta valda sýkingum: Veisluþjónusta án starfsleyfis
-
Keppni2 dagar síðan
Sigurvegarar í Íslandsmóti matvæla- og veitingagreina 2025 – Myndaveisla
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kokkur(ar) óskast til sumarstarfa á lítið sveitahótel
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Rafn Heiðar Ingólfsson tekur við sem veitingastjóri Olís – Rafn Heiðar: Cuisine.is verður óbreytt – gæluverkefni sem fær nægan tíma
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Tólf nemendur í matartækni hjá VMA
-
Bocuse d´Or3 dagar síðan
Ert þú næsti Bocuse d´Or keppandi Íslands? Umsóknarfrestur er til 1. mars 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Veitingastaðir framtíðarinnar einblína á starfsfólkið
-
Frétt2 dagar síðan
Þjónar í New York vilja sanngjörn laun, ekki þjórfé