Frétt
Varað við neyslu kjöts og spiks af grindhval
Matvælastofnun varar við neyslu kjöts og spiks af grindhval. Fullorðnir skulu borða mest eina máltíð* af kjöti af grindhval og spiki á mánuði samkvæmt færeyskum ráðleggingum. Konur sem stefna á að verða ófrískar innan næstu þriggja mánaða, eru ófrískar eða hafa barn á brjósti ættu ekki að borða kjöt af grindhval. Stúlkur og konur ættu alfarið að forðast neyslu grindhvalsspiks svo lengi sem þær hafa hug á að eignast börn í framtíðinni. Lifur og nýru grindhvals skal aldrei borða.
Í kjölfar hvalreka í síðustu viku hafa fyrirspurnir borist Matvælastofnun um hvort ekki megi nýta afurðir grindhvala til manneldis, þegar ekki tekst að bjarga þeim á flot aftur.
Grindhvalir í Garði í síðustu viku
Grindhval hefur ekki rekið oft á Íslandsstrendur en í Færeyjum hefur verið hefð fyrir veiði og nýtingu á grindhval. Matvælastofnun leitaði því til Heilsufrøðiliga Starvsstovan í Færeyjum (matvælastofnun Færeyja) varðandi ráðleggingar til almennings um nýtingu afurða grindhvala.
Á síðustu árum hafa verið gerðar nokkrar rannsóknir á aðskotaefnum í fæðu Færeyinga og áhrif neyslu þeirra á heilsu og þroska. Hópar alþjóðlegra sérfræðinga hafa farið yfir niðurstöðurnar og uppfært ráðleggingar um hve mikil inntaka af þessum efnum með mat er talin örugg. Fyrir 2011 voru ráðleggingarnar byggðar á magni kvikasilfurs í afurðum grindhvals, en ráðleggingar sem gefnar voru út árið 2011 og eru birtar hér að ofan taka einnig mið af magni díoxíns og díoxínlíkra PCB efna.
*Ein máltíð er reiknuð sem 250 g af kjöti og 50 g af spiki, hrátt og óunnið.
Mynd: skjáskot úr myndbandi
-
Frétt1 dagur síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Veitingastaðurinn MAR opnar á Frakkastíg
-
Frétt5 dagar síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Fljótlegur hátíðareftirréttur – Einfaldasta skyrkaka í heimi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Flottir ekta ítalskir réttir og pizzur af betri gerðinni – Fagnaðu gamlárskvöldinu með stæl á Piccolo – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Veitingageirinn í jólaskapi
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Útskriftarnemendur Hótel- og matvælaskólans í MK tóku þátt í ýmsum keppnum og krefjandi verkefnum
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Óáfengir kokteilar frá ISH, danskur framleiðandi