Frétt
Varað við neyslu á ferskum kjúklingi frá Reykjagarði

Tekið skal fram að ef áprentuðum leiðbeiningum á umbúðum er fylgt, er þessi kjúklingur hættulaus fyrir neytendur.
Matvælastofnun varar við neyslu á ferskum kjúklingi (heilum kjúklingi, bringum, lundum og bitum) frá Reykjagarði með rekjanleikanúmerunum 002-20-26-3-01 og 003-20-26-2-01 vegna gruns um salmonellu. Kjúklingurinn er seldur undir merkjum Holta, Kjörfugls og Krónunnar. Fyrirtækið hefur hafið innköllun.
Grunur um salmonellu í kjúklingi frá Reykjagarði í fjórða sinn á einu ári
Innköllunin nær eingöngu til eftirfarandi framleiðslulota:
- Vöruheiti: Holta, Kjörfugl og Krónu kjúklingur
- Vörutegund: Heill fugl, bringur, lundir, bitar
- Framleiðandi: Reykjagarður hf., Fosshálsi 1, 110 Reykjavík
- Rekjanleikanúmer: 002-20-26-3-01 og 003-20-26-2-01
- Dreifing: Iceland verslanir, Hagkaups verslanir, Krónan, KR Vík, Kjarval, Nettó og Costco
Neytendur sem hafa keypt kjúklinga með þessum rekjanleikanúmerum geta skilað þeim til viðkomandi verslunar eða beint til Reykjagarðs hf. að Fosshálsi 1, 110 Reykjavík.
Mynd: úr safni
-
Bocuse d´Or6 dagar síðanKeppnisröð Bocuse d’Or 2026 liggur fyrir, Snædís keppir 16. mars í Marseille
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanBarr tekur yfir Noma í mars á meðan Noma dvelur í Los Angeles
-
Starfsmannavelta4 dagar síðanRosewood London til sölu vegna lausafjárvanda eigenda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðanGleðileg jól og farsælt komandi ár, þökkum samfylgdina á árinu
-
Frétt3 dagar síðanNew York herðir reglur um þjórfé, DoorDash og Uber segja ný lög grafa undan eftirspurn
-
Markaðurinn2 dagar síðanÁr breytinga, mikilla anna og stórra ákvarðana. Pistill eftir Óskar Hafnfjörð Gunnarsson formann hjá Matvís
-
Keppni2 dagar síðanJólapúnsinn í Jólaportinu skilaði 200 þúsund krónum til góðs málefnis
-
Markaðurinn16 klukkustundir síðanStökkir Brie bitar með pistasíuhjúp og chili hunangi





