Markaðurinn
Vantar kokka á hótel Hellnar og hótel Húsavík
Kokkur – Fosshótel Hellnar – Fullt starf
Umsóknarfrestur: 14.03.2025
Ertu að leita þér að skemmtilegri vinnu í dínamísku og alþjóðlegu umhverfi? Fosshótel Hellnar óskar að ráða til sín kokk í eldhústeymið frá 21. apríl – 31. október. Vertu hluti af fjölbreyttu og samheldnu teymi sem myndar öfluga liðsheild og veitir framúrskarandi þjónustu.
Starfssvið
Umsjón, skipulagning og þátttaka í matreiðslu og bakstri.
Frágangur og geymsla á matvælum.
Eftirlit með hreinlæti, HACCP.
Aðstoð við innkaup og birgðaumsjón.
Aðkoma að gerð matseðla í samráði við yfirmann.
Hæfniskröfur
Menntun í matreiðslu kostur en ekki skilyrði.
Reynsla af sambærilegum störfum er skilyrði.
Góð færni í samskiptum, jákvætt viðmót og rík þjónustulund.
Frumkvæði, nákvæmni og skipulag í vinnubrögðum.
Öryggisvitund og þekking á HACCP kostur.
Hótelið er staðsett við rætur Snæfellsjökuls og er tilvalin upphafsstaður fyrir þá sem vilja fara í hina ýmsu leiðangra um jökulinn eða nesið. Svæðið í kringum Hellnar er algjör náttúruparadís þar sem meðal annars má finna fallegan hraunboga sem stendur í öldum strandarinnar.
Lærðu meira um Fosshótel Hellnar
Kokkur – Fosshótel Húsavík – Fullt starf
Umsóknarfrestur: 09.03.2025
Ertu að leita þér að skemmtilegri vinnu í dínamísku og alþjóðlegu umhverfi? Fosshótel Húsavík óskar að ráða til sín kokk í eldhústeymið. Vertu hluti af fjölbreyttu og samheldnu teymi sem myndar öfluga liðsheild og veitir framúrskarandi þjónustu.
Starfssvið
Umsjón, skipulagning og þátttaka í matreiðslu og bakstri.
Frágangur og geymsla á matvælum.
Eftirlit með hreinlæti, HACCP.
Aðstoð við innkaup og birgðaumsjón.
Aðkoma að gerð matseðla í samráði við yfirmann.
Hæfniskröfur
Menntun í matreiðslu kostur en ekki skilyrði.
Reynsla af sambærilegum störfum er skilyrði.
Góð færni í samskiptum, jákvætt viðmót og rík þjónustulund.
Frumkvæði, nákvæmni og skipulag í vinnubrögðum.
Öryggisvitund og þekking á HACCP kostur.
Fosshótel Húsavík er glæsilegt hótel staðsett í hjarta Húsavíkur og í göngufæri við höfnina.
Lærðu meira um Fosshótel Húsavík
Myndir: aðsendar

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Frétt4 dagar síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss
-
Keppni19 klukkustundir síðan
Nýr vettvangur fyrir brauð-sérfræðinga: Heimsmeistaramót brauð-sommelier í fyrsta sinn
-
Starfsmannavelta2 dagar síðan
Veitingageirinn titrar: Bloomin’ Brands með umfangsmiklar uppsagnir
-
Starfsmannavelta5 dagar síðan
Panera Bread lokar tveimur bakaríum í Kaliforníu og segir upp 350 starfsmönnum
-
Markaðurinn2 dagar síðan
90 cm gaseldavél til sölu
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Lykill að starfsánægju: Hvernig forðumst við kulnun og eflum lífskraftinn?
-
Frétt2 dagar síðan
Matvælastofnun varar við E. coli í innfluttum frönskum osti