Frétt
Vanmerktur ofnæmisvaldur í kjúklingabollum – Barn á leikskólaaldri fékk bráðaofnæmi eftir að hafa borðað umræddar kjúklingabollur
Matvælastofnun barst ábending um ofnæmis- og óþolsvald (soja) í kjúklingabollum án þess að það kom fram í innihaldslýsingu. Barn á leikskólaaldri fékk bráðaofnæmi og var flutt á bráðamóttöku eftir að hafa borðað umræddar kjúklingabollur.
Kjúklingabollurnar voru einungis seldar til eins viðskiptavinar og því var dreifing mjög takmörkuð og varan hefur verið tekin af markaði.
Matvælastofnun ítrekar að matvælafyrirtæki, þ.e. framleiðendur, verslanir og veitingastaðir, sem framleiða, selja og bera fram matvæli, bera sjálf ábyrgð á því að fylgja reglum við merkingar og aðra upplýsingagjöf um matvæli sem þau framleiða og eða selja svo að neytendur geti treyst á þær séu réttar.
Í tilkynningu frá Matvælastofnun segir að verklag skal vera til staðar sem að tryggir að þess sé ávallt gætt að réttar upplýsingar séu á miðum, forprentuðum umbúðum, fylgiskjölum, vefsíðum og öðru kynningarefni, eftir því sem við á, og þær séu samkvæmt kröfum reglugerða sem varða merkingar/upplýsingar matvæla.
Mynd: mast.is

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni1 dagur síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Keppni2 dagar síðan
Hinrik og Andrés skila glæsilegum réttum í Global Chefs Challenge – Myndir
-
Keppni3 dagar síðan
Ísland vekur athygli með framúrskarandi vegan réttum á Ítalíu
-
Keppni4 dagar síðan
Global Chefs Challenge fer fram á Ítalíu
-
Keppni3 dagar síðan
Fyrsta keppnisdegi Global Chefs Challenge lokið á Ítalíu
-
Markaðurinn12 klukkustundir síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Fyrsta grænkera Michelin stjarnan í Bretlandi