Nemendur & nemakeppni
Útskriftarnemendur Hótel- og matvælaskólans í MK tóku þátt í ýmsum keppnum og krefjandi verkefnum
Útskrift Hótel-, og matvælaskólans í Menntaskólanum í Kópavogi fór fram við hátíðlega athöfn í Digraneskirkju í síðustu viku, föstudaginn 20. desember. Þá voru brautskráðir 39 stúdentar í MK, átta framreiðslumenn, 15 matreiðslumenn, einn kjötiðnaðarmaður, einn matreiðslumeistari og 15 matartæknar. Alls brautskráðust 79 nemar á haustmisseri frá MK, að því er fram kemur í tilkynningu frá skólanum.
Metaðsókn var í skólann fyrir skólaárið 2024-2025. Einnig bárust fjölmargar umsóknir nú um áramót fyrir vorönn 2025. Það er ánægjulegt að sjá hversu margir vilja stunda nám við skólann en því miður þurfti að vísa mörgum góðum nemendum frá. Það er erfitt að geta ekki boðið öllum skólavist.
Haustönnin einkenndist af mikilli gleði. Nemendafélag MK stóð fyrir nýnemaferð í Vindáshlíð og kvöldvöku í skólanum. Kennarar félagsfræðideildar stóðu fyrir pallborðsumræðum þar sem frambjóðendur til alþingiskosninga mættu og svöruðu krefjandi spurningum frá áhugasömum nemendum. Gettu betur liðið okkar æfði stíft fyrir undankeppnina sem hefst í byrjun janúar og nemendur fóru í námsferð til Danmerkur. Samstarf hefur verið við Molann, miðstöð unga fólksins í Kópavogi, þar sem nemendum býðst að hittast á kvöldin og spila, spjalla o.fl.
Nemendur Hótel- og matvælaskólans í MK tóku þátt í ýmsum keppnum og krefjandi verkefnum. Þeir tóku þátt í kökuskreytingarkeppni, keppni í bakstri, tóku þátt í Slow food viðburði sem haldinn var í Grasagarðinum og settu upp Street food viðburð í skólanum þar sem þeir kynntu ólíkar matarhefðir frá ólíkum löndum. Nokkrir matreiðslunemar fóru til Noregs og tóku þátt í Nordic young Chef keppni en úrslitakeppnin var haldin í Hörpu í tengslum við Arctic Circle.
Afrekssvið skólans hefur laðað að sér marga sterka nemendur. Á sviðinu eru rúmlega 300 nemendur sem koma frá 40 íþróttafélögum og stunda um 25 ólíkar íþróttagreinar. Markmiðið með afrekssviðinu er að koma til móts við nemendur sem vilja ná árangri bæði í námi og íþróttum. Hlutverk okkar í MK er m.a. að styðja við ungt og efnilegt íþróttafólk til að auðvelda þeim að stunda nám samhliða íþróttaiðkun. Það hefur verið eftirtektarvert að sjá hversu mörgum nemendum á afrekssviðinu hefur tekist að skara fram úr bæði í námi og í sinni íþróttagrein.
Fagstjóri og kennarar afrekssviðsins fóru nýverið til Finnlands en tilgangur ferðarinnar var að taka þátt í að móta samvinnuvettvang fyrir framúrskarandi afrekssvið í framhaldsskólum í Evrópu.
Forseti bæjarstjórnar, Elísabet Berglind Sveinsdóttir, afhenti útskriftarnemum viðurkenningar úr Viðurkenningarsjóði MK sem stofnaður var af bæjarstjórn Kópavogs á 20 ára afmæli skólans árið 1993. Tveir nemar hlutu viðurkenningu að þessu sinni: Nýstúdentinn, Alexander Már Bjarnþórsson með meðaleinkunnina 9,51 á stúdentsprófi og nýútskrifaður framreiðslumaður, Inga Rut Ómarsdóttir fyrir hæstu meðaleinkunn í verknámi.
Rótarýklúbbur Kópavogs veitti nýstúdent, Alexander Má Bjarnþórssyni, viðurkenningu fyrir góðan námsárangur í raungreinum.
Rótarýklúbburinn Borgir veitti nýútskrifuðum matreiðslumanni, Óðni Birgissyni, viðurkenningu fyrir góðan námsárangur í sérgreinum verknáms.
Myndir: mk.is

-
Keppni22 klukkustundir síðan
Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins – Spennandi helgi framundan
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Leyndarmál atvinnukokkanna: 8 fagleg eldhúsráð sem spara tíma og fyrirhöfn
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Lúxusbrauðterta fyrir ostunnendur – dásamlega einföld
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Af hverju bestu Michelin veitingastaðirnir sækja hráefni í Hiroshima? – Myndband
-
Keppni2 dagar síðan
Reykjavík Cocktail Week: Sjö dagar af kokteilum, stemningu og viðburðum – Hátíðin fer fram 31. mars – 6. apríl
-
Frétt3 dagar síðan
Frá Fljótum til frægðar: Geitamjólk og gæði skila Brúnastöðum landbúnaðarverðlaununum 2025
-
Keppni2 dagar síðan
Bartenders’ Choice Awards 2025: Ísland með glæsilega fulltrúa á verðlaunalistanum
-
Frétt2 dagar síðan
Ofnæmisviðvörun: Kjúklingur inniheldur soja án merkinga