Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Úrvalslið veitingageirans fagnaði opnun þriggja nýrra veitingastaða á Keflavíkurflugvelli – Myndir
Nú á dögunum lagði úrvalslið veitingageirans leið sína upp á Keflavíkurflugvöll (KEF) til að fagna þar opnun þriggja nýrra veitingastaða. Veitingasvæðið Aðalstræti sem er rekið af Lagardère Travel Retail er nú opið í brottfararsalnum þar sem nýju veitingastaðirnir eru; hamborgarastaðurinn Yuzu, ítalski veitingastaðurinn La Trattoria og mexíkóski matstaðurinn Zócalo.
Nýja veitingasvæðið, Aðalstræti, er hluti af opnun austurálmunnar sem felur í sér 30% stækkun flugstöðvarinnar.
Margt var um manninn og var ekki þverfótað fyrir stjörnum úr veitingageiranum sem gæddu sér á gómsætum réttum úr smiðju Zócalo, La Trattoria og Yuzu og nutu fljótandi veiga. Feykilega góð stemning var í boðinu og DJ Danni Deluxe lék ljúfa tóna fyrir gesti.
„Aðalstræti er sérhannað fyrir flugvöllinn með hraða, gæði og fjölbreytni í fyrirrúmi. Allir matseðlar eru aðlagaðir flugstöðinni með vinsælum réttum sem eru hraðir í afgreiðslu.
Boðið er upp á sérstaka morgunverðarétti og barnarétti og jafnframt bjóða allir staðirnir val um að borða á staðnum eða taka með sér í flugferðina. Zócalo, La Trattoria og Yuzu eru allt frábærir veitingastaðir með sín sérkenni og bæta enn frekar úrvalið í flugstöðinni.“
Sagði Gunnhildur Erla Vilbergsdóttir deildarstjóri verslunar og veitinga hjá KEF.
Íslenska hönnunarstofan HAF Studio hafði veg og vanda að hönnun svæðisins og Krot & Krass hannaði vegglistaverk sem prýða veggi þess. Áhersla var lögð á að skapa heildrænt rými sem heldur vel um gesti og stemningu eins og gerist best í miðborg Reykjavíkur.
„Við vildum skapa hlýlega og afslappaða miðbæjarstemmingu sem landsmenn þekkja meðal annars úr mathöllum sem opnað hafa víðs vegar um borgina undanfarið og höfðum það að leiðarljósi í allri hönnun.
Á sama tíma og við leituðumst eftir því að vera með samræmt útlit í innréttingunum vildum við þó leyfa hverjum veitingastað að halda í sín sérkenni.
Að mínu mati heppnaðist verkefnið virkilega vel enda var einstakt tækifæri að fá að hanna umhverfi fyrir þessa flottu veitingastaði og virkilega gaman að fá að fagna þessum áfanga með fólkinu á bak við veitingastaðina,“
segir Hafsteinn Júlíusson, eigandi HAF Studio.
- Margrét Rós Sigurjónsdóttir og Einar Örn Einarsson
- DJ Danni Deluxe
- Sigríður Maggý Árnadóttir og Semjon Karopka
- Arnþór Jóhannsson, Guðbjörg Hrönn Björnsdóttir og Ágúst Reynisson
- Eyrún Reynisdóttir og Jósef Halldór Þorgeirsson
- Haukur chef
- Hrefna Sætran
- Semjon Karopka
- Hafsteinn Júlíusson
- Yuzu mini hamborgarar
- Fljótandi veigar
- Mini flatbökur á La Trattoria
Myndir: kefairport.is
-
Markaðurinn5 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn5 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Pistlar2 dagar síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Markaðurinn5 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn4 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðanMatreiðslunám í VMA heldur áfram að laða að nemendur – Myndir





















