Keppni
Úrslit úr nemakeppni í matreiðslu og framreiðslu 2007
Nemakeppnin í matreiðslu og framreiðslu fór fram í Hótel- og matvælaskólanum þriðjudaginn 30. október s.l.
Samtals tóku 15 matreiðslunemar þátt í keppninni og fjórir framreiðslunemar. Sigurvegarar í framreiðslu urðu þær Tinna Óðinsdóttir nemi á JT-veitingum og Ylfa Sigþrúðardóttir nemi á Einari Ben. Í keppni matreiðslunema urðu hlutskarpastir þeir Davíð Örn Hákonarson nemi á VOX og Garðar Óli Gylfason nemi á Silfri.
Keppni matreiðslunema var fólgin í því að semja matseðil úr hráefni sem er ekki þekkt fyrirfram „Mistery basket“ og matreiða forrétt, aðalrétt og eftirrétt fyrir sjö manns.
Í framreiðslu var keppt í að leggja á borð og skreyta fyrir framreiðslu matseðils. Velja drykkjarföng sem hæfa matseðli og blöndun drykkja „kokteila“ bæði áfengra og óáfengra drykkja.
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Pistlar3 dagar síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Nemendur & nemakeppni4 dagar síðanMatreiðslunám í VMA heldur áfram að laða að nemendur – Myndir
-
Markaðurinn5 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra
-
Markaðurinn3 dagar síðanGlæsilegar nýjungar fyrir veitingastaði: Phoenix línan, fjölhæfar skvísur og nýir veislubakkar
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanAtvinnurekendur bregðast við: Styttri opnun og færri vaktir á krám
-
Markaðurinn9 klukkustundir síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar






