Keppni
Úrslit úr nemakeppni í matreiðslu og framreiðslu 2007
Nemakeppnin í matreiðslu og framreiðslu fór fram í Hótel- og matvælaskólanum þriðjudaginn 30. október s.l.
Samtals tóku 15 matreiðslunemar þátt í keppninni og fjórir framreiðslunemar. Sigurvegarar í framreiðslu urðu þær Tinna Óðinsdóttir nemi á JT-veitingum og Ylfa Sigþrúðardóttir nemi á Einari Ben. Í keppni matreiðslunema urðu hlutskarpastir þeir Davíð Örn Hákonarson nemi á VOX og Garðar Óli Gylfason nemi á Silfri.
Keppni matreiðslunema var fólgin í því að semja matseðil úr hráefni sem er ekki þekkt fyrirfram „Mistery basket“ og matreiða forrétt, aðalrétt og eftirrétt fyrir sjö manns.
Í framreiðslu var keppt í að leggja á borð og skreyta fyrir framreiðslu matseðils. Velja drykkjarföng sem hæfa matseðli og blöndun drykkja „kokteila“ bæði áfengra og óáfengra drykkja.
-
Markaðurinn5 dagar síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Markaðurinn5 dagar síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun19 klukkustundir síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Kokkalandsliðið20 klukkustundir síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Markaðurinn3 dagar síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Markaðurinn4 dagar síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun20 klukkustundir síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Markaðurinn3 dagar síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu






