Keppni
Úrslit úr forkeppni Kokkur Ársins 2017 – Myndir og vídeó
Forkeppnin í Kokkur ársins 2017 þar sem 12 matreiðslumenn kepptu á Kolabrautinni í Hörpu lauk nú fyrir stuttu og úrslitin liggja fyrir.
Þeir fimm matreiðslumenn sem keppa til úrslita eru (eftir stafrófsröð):
- Bjarni Viðar Þorsteinsson – Sjávargrillið
- Garðar Kári Garðarsson – Deplar Farm / Strikið
- Hafsteinn Ólafsson – Sumac Grill + Drinks
- Rúnar Pierre Heriveaux – Grillið Hótel Saga
- Víðir Erlingsson – Bláa Lónið
Eftirfarandi eru réttirnir úr forkeppninni frá fimm efstu, en hver réttur átti að innihalda þorsk, þorskkinn og íslenskar kartöflur og blómkál:
Úrslitakeppnin fer fram laugardaginn 23. september næstkomandi í Flóa í Hörpu.
Úrslit fara þannig fram að keppendur hafa 5 tíma til að elda 3 rétti fyrir 12 manns. Keppendur fá að vita verkefnið um morguninn 23. sept og byrja að elda í hádeginu svo enginn getur verið búinn að æfa sig.
Myndir
Myndir frá forkeppninni – Ljósmyndir tók Sigurjón Sigurjónsson:
Á meðan keppni stendur mun Gummi Ben og Kokkalandsliðið standa fyrir stórveislu og svakalegri stemningu, svo mun Eyþór Ingi taka við og halda uppi stemningu fram eftir nóttu.
Í fyrra var stemningin stórkostleg og er gert ráð fyrir að hún verði ekki síðri í ár.
Kokkur ársins verður krýndur sama dag klukkan 23:00.
Kokkur ársins keppir svo fyrir Íslands hönd í Matreiðslumaður Norðurlanda sem fram fer í Danmörku á næsta ári.
Vídeó
Með fylgir myndband frá beinni útsendingu þegar tilkynnt var hvaða fimm matreiðslumenn komust áfram í úrslitakeppnina:
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Suðurlandsbraut 4a, fullbúinn veitingastaður til leigu
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Snjórinn fellur hjá Bako Verslunartækni á Stóreldhúsinu – Myndir
-
Keppni3 dagar síðan
Grétar hefur lokið keppni á HM – Keppti með drykkinn Exótísk jól á Íslandi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Myndir frá Stóreldhússýningunni 2024
-
Keppni2 dagar síðan
Ísland í 5. sæti á HM
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Okkar þjónusta, þín uppskera – myndir frá Ekrunni á Stóreldhúsasýningunni
-
Keppni4 dagar síðan
Verðlaunavín Gyllta Glasins 2024 seinni hluti
-
Keppni4 dagar síðan
Grétar komst áfram í 15 manna úrslit á Heimsmeistaramóti Barþjóna