Vertu memm

Keppni

Úrslit úr forkeppni Kokkur Ársins 2017 – Myndir og vídeó

Birting:

þann

Kokkur ársins 2017

Þessir keppa um titilinn Kokkur ársins 2017
F.v. Víðir Erlingsson, Garðar Kári Garðarsson, Rúnar Pierre Heriveaux, Hafsteinn Ólafsson og Bjarni Viðar Þorsteinsson
Mynd: Sigurjón Sigurjónsson

Forkeppnin í Kokkur ársins 2017 þar sem 12 matreiðslumenn kepptu á Kolabrautinni í Hörpu lauk nú fyrir stuttu og úrslitin liggja fyrir.

Þeir fimm matreiðslumenn sem keppa til úrslita eru (eftir stafrófsröð):

  • Bjarni Viðar Þorsteinsson – Sjávargrillið
  • Garðar Kári Garðarsson – Deplar Farm / Strikið
  • Hafsteinn Ólafsson – Sumac Grill + Drinks
  • Rúnar Pierre Heriveaux – Grillið Hótel Saga
  • Víðir Erlingsson – Bláa Lónið
Dómnefndin - Forkeppni - Kokkur ársins 2017

Dómnefndin.
Mynd: Sigurjón Sigurjónsson

Eftirfarandi eru réttirnir úr forkeppninni frá fimm efstu, en hver réttur átti að innihalda þorsk, þorskkinn og íslenskar kartöflur og blómkál:

Forkeppni - Kokkur ársins 2017

Bjarni Viðar Þorsteinsson.
Steiktur þorskhnakki með léttreyktri kartöflumús í stökkri skel, reyktum stökkum þorskkinnum, saltaðri þorskkinn í humarfarsi, íslensku blómkáli á þrjá vegu, dilli og soðgljáa með humarkeim.

Forkeppni - Kokkur ársins 2017

Garðar Kári Garðarsson.
Hægeldaður þorskur með fyllingu og humarfarsi, þorskroð og brioche.
Reykt þorskkinn í blómkálshjúp með möndlum ofan á rauðauga kartöflu
Kartöflu froða.
Steikt blómkál og grænkál.
Sýrður perlulaukur með kryddjurta dressingu.
Þorsk-soð sósa með sítrónu smjöri.

Forkeppni - Kokkur ársins 2017

Hafsteinn Ólafsson.
Hunangs gljáður þorskur með saltaðri sítrónu og sítrónu blóðbergi.
Fyllt gullaugakartefla með reyktu eggjakremi, dill og blómkálsskífu.
Grillaður blaðlaukur fylltur með þorskkinnum, eplum og piparrót.
Létt freydd fennel og sítrus sósa.
Piparrótar og blómkáls krem.

Forkeppni - Kokkur ársins 2017

Rúnar Pierre Heriveaux.
Steiktur þorskur, tartaletta fyllt með reyktum þorsk kinnum og dressuðu blómkáli, íslenskum kartöflum, buserre blance og lojrom hrognum.

Forkeppni - Kokkur ársins 2017

Víðir Erlingsson.
Þorskhnakki, þorsk kinn, kartöflur, blómkál, söl og kræklingasósa.

Úrslitakeppnin fer fram laugardaginn 23. september næstkomandi í Flóa í Hörpu.

Úrslit fara þannig fram að keppendur hafa 5 tíma til að elda 3 rétti fyrir 12 manns. Keppendur fá að vita verkefnið um morguninn 23. sept og byrja að elda í hádeginu svo enginn getur verið búinn að æfa sig.

Myndir

Myndir frá forkeppninni – Ljósmyndir tók Sigurjón Sigurjónsson:

Á meðan keppni stendur mun Gummi Ben og Kokkalandsliðið standa fyrir stórveislu og svakalegri stemningu, svo mun Eyþór Ingi taka við og halda uppi stemningu fram eftir nóttu.

Í fyrra var stemningin stórkostleg og er gert ráð fyrir að hún verði ekki síðri í ár.

Kokkur ársins verður krýndur sama dag klukkan 23:00.

Kokkur ársins keppir svo fyrir Íslands hönd í Matreiðslumaður Norðurlanda sem fram fer í Danmörku á næsta ári.

Vídeó

Með fylgir myndband frá beinni útsendingu þegar tilkynnt var hvaða fimm matreiðslumenn komust áfram í úrslitakeppnina:

 

Fleiri fréttir af Kokkur ársins hér.

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið