Vertu memm

Keppni

Úrslit í Norrænu nemakeppninni – Ísland í öðru sæti í matreiðslu – Myndir og vídeó

Birting:

þann

Norræna nemakeppnin 2022 - Nordic Waiters and Chefs aprentis competition

Ísland í 2. sæti í matreiðslu.
Keppendurnir Klara Lind Óskarsdóttir, Guðmundur Halldór Bender og þjálfari þeirra Ísak Darri Þorsteinsson.

Nú um helgina fór fram Norræna nemakeppnin, en keppnin var haldin í Hótel-, og matvælaskólanum þar sem nemar í matreiðslu og framreiðslu frá Íslandi, Finnland, Danmörku, Noregi og Svíþjóð kepptu.  Keppnin stóð yfir dagana 23. og 24. apríl.

Úrslit

Í matreiðslu:

1. sæti – Noregur

2. sæti – Ísland

3. sæti – Finnland

Í framreiðslu:

1. sæti – Danmörk

2. sæti – Finnland

3. sæti – Noregur

Íslensku keppendurnir

Í matreiðslu kepptu fyrir hönd Íslands Klara Lind Óskarsdóttir nemi á Hótel Húsafelli og Guðmundur Halldór Bender nemi á Héðni. Í framreiðslu kepptu þau Petra Sif Lárusdóttir nemi á Rub23 og Tumi Dagur Haraldsson nemi á VOX.

Þjálfarar

Þjálfari framreiðslunemanna var Elías Már Hallgrímsson og þjálfari matreiðslunemanna var Ísak Darri Þorsteinsson.

Norræna nemakeppnin 2022 - Nordic Waiters and Chefs aprentis competition

1 sætið.
Danir í framreiðslu og Norðmenn í matreiðslu.

Norræna nemakeppnin 2022 - Nordic Waiters and Chefs aprentis competition

2. sætið.
Finnland í framreiðslu og Ísland í matreiðslu.

Norræna nemakeppnin 2022 - Nordic Waiters and Chefs aprentis competition

3. sætið.
Norðmenn í framreiðslu og Finnland í matreiðslu.

Keppnisfyrirkomulag

Í framreiðslu var keppt í helstu hæfniþáttum framreiðslustarfsins s.s. þjónustu, borðlagningu, vínsmakki, blöndun áfengra og óáfengra drykkja, para saman vín/drykkja- og matseðil, fyrirskurð, eldsteikingu og framreiðslu.

Í matreiðslu var keppt í beitingu á mismunandi matreiðsluaðferðum, framsetningu á réttum, bragði og fl.

Fyrri daginn, þ.e. á laugardaginn 23. apríl, var matreiddur heitur grænmetisforréttur, Aamuse bouches þar sem meginhráefnið var kjúklingalifur og þang.

Á sunnudeginum 24. apríl unnu matreiðslu- og framreiðslunemarnir saman að verkefni dagsins sem var að setja upp matseðil- og drykkjarseðil fyrir fimm rétta máltíð. Hráefnið seinni daginn var óþekkt „Mystery box“.

Fleiri fréttir af Norrænu nemakeppninni hér.

Vídeó

Myndir:

 

Meðfylgjandi myndir tók Jón Svavarsson ljósmyndari.

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið smari@veitingageirinn.is Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið

Veitingageirinn.is - Allt um veitingageirann - Fréttavefur um mat og vín - Netfang: frettir@veitingageirinn.is
RSS - Molar