Keppni
Úrslit í Norrænu nemakeppninni – Ísland í öðru sæti í matreiðslu – Myndir og vídeó

Ísland í 2. sæti í matreiðslu.
Keppendurnir Klara Lind Óskarsdóttir, Guðmundur Halldór Bender og þjálfari þeirra Ísak Darri Þorsteinsson.
Nú um helgina fór fram Norræna nemakeppnin, en keppnin var haldin í Hótel-, og matvælaskólanum þar sem nemar í matreiðslu og framreiðslu frá Íslandi, Finnland, Danmörku, Noregi og Svíþjóð kepptu. Keppnin stóð yfir dagana 23. og 24. apríl.
Úrslit
Í matreiðslu:
1. sæti – Noregur
2. sæti – Ísland
3. sæti – Finnland
Í framreiðslu:
1. sæti – Danmörk
2. sæti – Finnland
3. sæti – Noregur
Íslensku keppendurnir
- Guðmundur Halldór Bender og Klara Lind Óskarsdóttir
- Tumi Dagur Haraldsson og Petra Sif Lárusdóttir
Í matreiðslu kepptu fyrir hönd Íslands Klara Lind Óskarsdóttir nemi á Hótel Húsafelli og Guðmundur Halldór Bender nemi á Héðni. Í framreiðslu kepptu þau Petra Sif Lárusdóttir nemi á Rub23 og Tumi Dagur Haraldsson nemi á VOX.
Þjálfarar
Þjálfari framreiðslunemanna var Elías Már Hallgrímsson og þjálfari matreiðslunemanna var Ísak Darri Þorsteinsson.
Keppnisfyrirkomulag
Í framreiðslu var keppt í helstu hæfniþáttum framreiðslustarfsins s.s. þjónustu, borðlagningu, vínsmakki, blöndun áfengra og óáfengra drykkja, para saman vín/drykkja- og matseðil, fyrirskurð, eldsteikingu og framreiðslu.
Í matreiðslu var keppt í beitingu á mismunandi matreiðsluaðferðum, framsetningu á réttum, bragði og fl.
Fyrri daginn, þ.e. á laugardaginn 23. apríl, var matreiddur heitur grænmetisforréttur, Aamuse bouches þar sem meginhráefnið var kjúklingalifur og þang.
Á sunnudeginum 24. apríl unnu matreiðslu- og framreiðslunemarnir saman að verkefni dagsins sem var að setja upp matseðil- og drykkjarseðil fyrir fimm rétta máltíð. Hráefnið seinni daginn var óþekkt „Mystery box“.
Fleiri fréttir af Norrænu nemakeppninni hér.
Vídeó
Myndir:
Meðfylgjandi myndir tók Jón Svavarsson ljósmyndari.

-
Markaðurinn4 dagar síðan
Matreiðslumaður óskast á veitingahúsið Sauðá á Sauðárkróki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Centrum stækkar með nýrri viðbót í gamla Pósthúsbarnum
-
Keppni3 dagar síðan
Dagur Jakobsson sigraði í Graham’s Blend Series Kokteil keppninni – Myndir og vídeó
-
Keppni3 dagar síðan
Hraði og hreinlæti tryggðu Sævari Helga sigur í barþjónakeppninni – Myndaveisla
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðan
Einstök keppni í dag á Gilligogg – hver hristir besta kokteilinn í Graham’s Blend Series?
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Ostakubbur bakaður með eggjum – einföld og dásamleg uppskrift
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Áhugaverð atvinnutækifæri: Veitingastaðir leita að metnaðarfullum nemum
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Þjónar og barþjónar óskast – spennandi tækifæri