Vertu memm

Uppskriftir

Uppskrift: Smjörsteikt grásleppa með karrý og dijon sinnepssósu

Birting:

þann

Háefni:

1 kg grásleppa
2 msk dijon sinnep
2 rif hvítlaukur
1 peli rjómi
2 tsk karrý
1 msk rósapipar, mulinn
100 g sveppir
2 msk smjör
grænmetissalt og pipar eftir smekk
100 g rúgmjöl

Aðferð:

Snyrtið grásleppuna, veltið henni upp úr rúgmjöli og kryddið með grænmetissalti og pipar. Skerið hvítlauk og sveppi. Setjið 1 msk smjör í pott og steikið hvítlaukinn og sveppi í 2 mín. Bætið karrý, rósapipar og dijon sinnepi út í.

Steikið áfram í 1 mín., hellið rjómanum út á.

Takið af hitanum.

Bræðið 1 msk af smjöri á pönnu og steikið fiskinn í u.þ.b. 2 mín. á hvorri hlið.

Hitið sósuna og hellið yfir fiskinn.

Borið fram með kartöflum og brauði.

Gunnar Páll Rúnarsson - Gunni Palli

Gunnar Páll Rúnarsson

Höfundur er Gunnar Páll Rúnarsson matreiðslumaður

Uppskriftirnar á veitingageirinn.is eru frá fagmönnum og áhugafólki á matargerð sem skilar fjölbreyttar og bragðgóðar uppskriftir til þín. Ef þú lumar á uppskrift sem þú vilt birta á veitingageirinn.is sendu okkur þá uppskriftina ásamt nafni á [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið