Vertu memm

Markaðurinn

Uppskrift: marengsbomba í mörgum lögum

Birting:

þann

Marengsbomba í mörgum lögum

Innihald

Marengs

6 eggjahvítur
1 tsk. hvítvínsedik
270 g sykur
1 msk. kartöflumjöl
2 tsk. vanilludropar
2 msk. Bökunarkakó
80 g saxað suðusúkkulaði

Súkkulaðimús og rjómi á milli laga

270 g suðusúkkulaði
6 eggjarauður
5 msk. sykur
400 ml rjómi (skipt í 200 og 200 fyrir músina)
600 ml af rjómi (til að nota sér fyrir utan músina)
Hindber og saxað súkkulaði til skrauts

Leiðbeiningar

Marengs

Þeytið eggjavítur og edik þar til það byrjar að freyða (geymið rauðurnar þar til þið gerið súkkulaðimúsina).
Blandið saman sykri og kartöflumjöli og bætið saman við eggjahvíturnar í litlum skömmtum.
Þeytið þar til stífir toppar hafa myndast og bætið þá vanilludropunum saman við og þeytið aðeins aftur.
Sigtið að lokum bökunarkakóið yfir blönduna og hellið saxaða súkkulaðinu út í og vefjið saman með sleif.
Teiknið 2 x 2 hringi (um 15 cm í þvermál) á sitthvora bökunarplötuna, íklædda bökunarpappír.
Bakið við 170°C í 55 mínútur og leyfið að kólna í ofninum (best að gera þetta daginn áður og leyfa að liggja í ofninum yfir nótt).

Súkkulaðimús og rjómi á milli laga

Bræðið suðusúkkulaðið og leggið til hliðar.
Setjið eggjarauður, 200 ml af rjóma og sykur í skaftpott og þeytið saman.
Hitið eggjablönduna við meðalhita þar til hún þykknar, takið þá af hellunni.
Hrærið brædda suðusúkkulaðið saman við, hellið blöndunni í skál, plastið og setjið í kæli í að minnsta kosti klukkustund.
Þeytið þá 200 ml af rjóma og vefjið í nokkrum skömmtum saman við súkkulaðiblönduna, plastið þá að nýju og kælið aftur í klukkustund.
Hér má þeyta 600 ml af rjóma, hræra aðeins upp í súkkulaðimúsinni og taka til skrautið.

Samsetning

Setjið smá súkkulaðimús á botninn á kökudiskinum til þess að festa marengsinn.
Leggið þá fyrsta marengsbotninn á diskinn og dreifið óreglulega út ¼ af músinni og þeytta rjómanum.
Endurtakið þar til fjögur lög hafa myndast.
Skreytið þá með ferskum hindberjum og söxuðu súkkulaði.
Best er að geyma kökuna í kæli í nokkrar klukkustundir eða yfir nótt áður en hún er borin fram því þá mýkist marengsinn upp.

Auglýsingapláss

Uppskriftirnar á veitingageirinn.is eru frá fagmönnum og áhugafólki á matargerð sem skilar fjölbreyttar og bragðgóðar uppskriftir til þín. Ef þú lumar á uppskrift sem þú vilt birta á veitingageirinn.is sendu okkur þá uppskriftina ásamt nafni á [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið