Vertu memm

Markaðurinn

Uppskrift: lambafille með hunangsbökuðu grænmeti

Birting:

þann

Uppskrift: lambafille með hunangsbökuðu grænmeti

Þetta er réttur sem sýnir hvernig góð hráefni og vönduð vinnubrögð geta skapað fágun án flækju. Lambið fær að njóta sín með hunangsbökuðu grænmeti og mjúku kryddjurtasmjöri sem tengir allt saman.

Notað er lambafille í black garlic kryddlegi frá Kjarnafæði, sem lyftir réttinum upp á næsta stig og skapar ómótstæðilegt jafnvægi milli sætleika og krydds.

Innihald

  • Lambafille í black garlic kryddlegi frá Kjarnafæði

Aðferð

  • Byrjið á því að taka kjötið úr kæli og leyfið því að bíða í allavega 30 mín.
  • Útbúið því næst kryddjurtasmjörið og setjið í kæli.
  • Hitið ofninn í 200°C og snúið ykkur að hunangsbakaða rótargrænmetinu.
  • Færið kjötið á bretti og saltið örlítið og piprið létt yfir. Skerið aðeins í fitulagið svo það verpist ekki þegar það er grillað.
  • Hitið grillið í góða stund, gott er að hafa það í ca. 250°C.
  • Byrjið á því að grilla kjötið með fitu hliðina niður. Þegar puran er orðin vel grilluð og stökk, snúið þá kjötinu við og grillið áfram þar til það nær um 55°C í kjarnhita.
  • Takið þá kjötið af grillinu og leyfið því að hvíla í 10 mín.
  • Berið það fram með grænmetinu og kryddsmjörinu

Kryddjurtasmjör

  • 100g smjör
  • 1 hvítlauksrif, marið
  • 2 msk. söxuð fersk steinselja
  • 2 msk. saxað ferskt kóríander
  • Flögusalt og svartur pipar

Aðferð

  • Bræðið saman smjörið og kryddið. Setjið kryddsmjörið svo í skál og geymið í kæli þar til það á að bera það fram.

Hunangsbakað rótargrænmeti

  • 1 poki regnbogagulrætur
  • ½ stór sæt kartafla
  • 50 g smjör
  • 40 g hunang
  • 1 tsk. hvítlauksduft
  • 2 tsk. þurrkuð steinselja
  • Flögusalt og svartur pipar

Aðferð

  • Hitið ofninn í 200°C. Skolið gulræturnar vel og þerrið.
  • Skerið gulræturnar og sætu kartöflurnar langsum í bita og setjið í skál.
  • Bræðið saman smjör og hunang í litlum potti og bætið kryddum saman við. Hellið yfir gulræturnar og sætu kartöflurnar og veltið. Færið grænmetið yfir í eldfast mót og bakið í 25-30 mín.

Uppskriftirnar á veitingageirinn.is eru frá fagmönnum og áhugafólki á matargerð sem skilar fjölbreyttum og bragðgóðum uppskriftum til þín. Ef þú lumar á uppskrift sem þú vilt birta á veitingageirinn.is sendu okkur þá uppskriftina ásamt nafni á [email protected]

Vínkjallarinn

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið