Vertu memm

Markaðurinn

Uppskrift: Kjúklingalasagna með rjómaosti og spínati

Birting:

þann

Kjúklingalasagna með rjómaosti og spínati

Ef þú ert að leita að nýstárlegri útgáfu af klassísku lasagna, þá er kjúklinga lasagna fullkomið val! Þetta lasagna er einstaklega ljúffengt og hentar bæði fyrir fjölskylduna og matarboðið.

Kjúklingalasagna með rjómaosti og spínati

(fyrir 5)

100 gr ferskt spínat

700 gr úrbeinaður kjúklingur, læri eða bringur

1 stór laukur

2 msk tómatpaste

1 lítil krukka rautt pestó

400 gr hakkaðir tómatar

1 dós rjómaostur með tómötum og basil frá Gott í matinn

1 tsk kjúklingakraftur

1 stór dós Kotasæla

Lasanja plötur

Olía til steikingar

Salt, pipar, paprikuduft og ítölsk hvítlauksblanda

Rifinn ostur

Aðferð:

  1. Hitið ofn í 170 gráður með blæstri. Byrjið á að steikja spínatið á pönnu upp úr smá olíu, kryddið með salti og pipar. Færið yfir á eldhúspappír þegar steikt til að taka vökvann úr því.
  2. Skerið laukinn smátt og kjúklinginn í litla bita, steikið kjúklinginn á pönnu og kryddið með salti, pipar, paprikudufti og ítalskri hvítlauksblöndu eða öðru góðu kryddi. Bætið lauknum út á og steikið áfram þar til laukurinn mýkist.
  3. Bætið nú tómatpaste, pestó, hökkuðum tómötum, rjómaosti og kjúklingakrafti út á pönnuna og leyfið að malla aðeins á vægum hita. Smakkið til með kryddi.
  4. Takið nú spínatið og saxið það aðeins niður. Hrærið það svo saman við Kotasæluna.
  5. Setjið nú lasanjað saman. Setjið smá af rauðu sósunnu (kjúklingnum) í botninn á fati, leggið lasanja blöð ofan á og smyrjið svo kotasælublöndu þar yfir. Endurtakið þetta þar til blandan er búin, endið á rauðri sósu og rifnum osti. Ég náði fimm lögum úr þessari uppskrift.
  6. Bakið í ofni í 45 mínútur eða þar til lasanjablöðin hafa bakast í gegn. Ef þið notið ferskar plötur má stytta bökunartímann í 25 mínútur.

Nánar á gottimatinn.is

Kjúklingalasagna með rjómaosti og spínati

Uppskriftirnar á veitingageirinn.is eru frá fagmönnum og áhugafólki á matargerð sem skilar fjölbreyttar og bragðgóðar uppskriftir til þín. Ef þú lumar á uppskrift sem þú vilt birta á veitingageirinn.is sendu okkur þá uppskriftina ásamt nafni á [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið