Markaðurinn
Uppskrift: Ítalskar kjötbollur með kotasælu og tagliatelle
Einstaklega góðar og fljótlegar ítalskar kjötbollur með parmesan og kotasælu sem gera þær mjúkar og baðgóðar með ferskum kryddjurtum. Hægt að bera fram með sinni uppáhalds pastasósu og hvítlauksbrauði.
Kvöldmatur sem allir elska. Bollurnar er einnig hægt að bera fram einar og sér með góðri sósu til að dýfa í.
Ítalskar kjötbollur með kotasælu og tagliatelle
Ca. 35-40 bollur
Innihald
1 kg naukahakk
2 egg
200 g kotasæla
30 g parmesan ostur
30 g brauðrasp
2 hvítlauksgeirar
5 g fersk basilíka
15 g af ferskri steinselju
1 tsk oregano
2 tsk sjálvarsalt
1 dós af tómat pastasósu
500 g tagliatelle
Aðferð
- Hitið ofninn í 180 gráður.
- Setjið hakk, egg, kotasælu, parmesan ost rifinn, brauðrasp ferska basilíku, ferska steinselju, oregano og sjávarsalt saman matvinnsluvél og látið hana vinna þar til allt hefur náð að blandast saman. Einnig má hnoða þetta saman með höndunum.
- Setjið smá ólífuolíu í eldfast mót og myndið meðalstórar kúlur út hakkblöndunni og myndið kjötbollur. Raðið þeim í eldfasta mótið og eldið í 20-25 mínútur eða þar til kjötbollurnar eru full eldaðar í gegn.
- Á meðan bollurnar eru að eldast þá eldi þið tagliatelle eftir leiðbeiningum á pakkningu.
- Hitið pastasósuna í potti á meðan að pastað eldast.
- Þegar tagliatelle er orðið full eldað setjið þið það í fat eða á disk, setjið kjötbollurnar yfir og hellið síðan tómat pastasósunni yfir allt saman. Gott er að bera fram með rifnum parmesan, ferskri basilíku og t.d. hvítlauksbrauði.
Nánar á gottimatinn.is
-
Bocuse d´Or3 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni3 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun10 klukkustundir síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanSmassaður jólaborgari með purusteik og camembert sló í gegn – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanUppselt á hátíðarkvöldverð Klúbbs matreiðslumeistara í Hörpu
-
Markaðurinn3 dagar síðanParmaskinka á 50% afslætti hjá Stórkaup






