Markaðurinn
Uppskrift – Heilsteiktur lambahryggur á veisluborðið með kryddjurtum og möndlum
Hráefni
Lambahryggur
1 lambahryggur
Salt og pipar
2 msk. olía
10 gr timían, rifið af stilkunum
10 gr rósmarín, rifið af stilkunum og saxað
30 gr möndlur
Kartöflusmælki
600 gr kartöflusmælki
100 gr smjör
30 gr graslaukur fínt skorinn
Salt og pipar
Soðsósa með kardimommum og kanil
600 ml lambasoð eða nautasoð
100 gr smjör
1 stjörnu anís
2 heilar kardimommur
1 msk púðursykur
1 kanilstöng
3 msk eplaedik
Leiðbeiningar
Lambahryggur
Hitið ofninn í 120°C, nuddið olíu á hrygginn og saltið. Dreifið timían og rósmarín vel yfir hrygginn. Ofnsteikið í 2 tíma eða þar til kjarnhitinn er kominn í um 58°c. Mælum með að nota kjarnhitamæli!
Takið hrygginn út og hækkið hitann í 220°c. Setjið aftur inn í 10 mín eða þar til skorpan er orðinn fagur brúnuð.
Látið hrygginn hvíla í minnst 10 mín áður en hann er skorinn. Skreytið með möndlum, timian og rósmarín.
Kartöflusmælki
Sjóðið kartöflur í 20 mín eða þar til þær eru mjúkar í gegn. Á meðan er smjörið brætt í potti. Sigtið vatnið frá og setjið í skál ásamt smjöri og graslauk. Smakkið til með salt og pipar eftir smekk.
Soðsósa með kardimommum og kanil
Blandið öllu nema smjöri saman í pott. Sjóðið niður um helming og sigtið, látið suðuna koma upp aftur og takið af hellunni og pískið smjörinu saman við í litlum bitum. Passið að sósan sjóði ekki aftur eftir að smjörinu er bætt út í, því þá skilur hún sig.
Hér má líka nota nauta og kjúklingasoð.
Mynd og uppskrift: islensktlambakjot.is

-
Keppni3 dagar síðan
Fréttavaktin: Kokkur ársins 2025
-
Keppni3 dagar síðan
Gabríel Kristinn Bjarnason er Kokkur ársins 2025
-
Keppni4 dagar síðan
Stóra stundin runnin upp – Úrslitakeppni Kokkur ársins 2025 fer fram í dag – Myndaveisla frá forkeppni Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins
-
Keppni5 dagar síðan
Fréttavaktin: Grænmetiskokkur ársins 2025
-
Keppni3 dagar síðan
Andrés Björgvinsson er Gænmetiskokkur ársins 2025
-
Frétt16 klukkustundir síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Gefðu hlutunum nýtt líf – skoðaðu úrvalið hjá Efnisveitunni
-
Keppni4 dagar síðan
Keppninni Grænmetiskokkur ársins 2025 lokið – Úrslit kynnt í Bjórgarðinum á morgun