Vertu memm

Uppskriftir

Uppskrift: Grilluð grásleppa með ferskum jurtum og hvítlaukssósu

Birting:

þann

Hréfni

1 kg grásleppa
2 msk ferskt basil
2 msk ferskt koríander
4 msk ólífuolía
4 hvítlauksrif
1 peli rjómi
1 sítróna
1-2 msk smjör
grænmetissalt og pipar eftir smekk

Aðferð

Snyrtið fiskinn og setjið í stórt ílát. Hellið olíu, kryddjurtum og safa úr sítrónunni yfir fiskinn. Geymið í kæli í minnst 3 tíma. Bræðið smjör í potti og bætið hvítlauki út í. Hellið rjóma yfir og látið sjóða í 3 mín.

Setjið fiskinn á heitt grill og grillið hann í u.þ.b. 3 mín. á hvorri hlið. Berið fram með tómatsalati.

Tómatsalat

Hráefni

4 ferskir tómatar
100 g brauðostur
1 rauðlaukur
2 msk ólífuolía
sykur og salt eftir smekk
1/2 sítróna

Aðferð

Skerið ostinn og tómatana í teninga og laukinn smátt.

Setjið í skál ásamt olíu, sykri og salti.

Kreistið safann úr sítrónunni yfir salatið.

Port 9

Gunnar Páll Rúnarsson

Höfundur er Gunnar Páll Rúnarsson matreiðslumeistari

Uppskriftirnar á veitingageirinn.is eru frá fagmönnum og áhugafólki á matargerð sem skilar fjölbreyttar og bragðgóðar uppskriftir til þín. Ef þú lumar á uppskrift sem þú vilt birta á veitingageirinn.is sendu okkur þá uppskriftina ásamt nafni á [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið