Uppskriftir
Uppskrift: Grilluð grásleppa með ferskum jurtum og hvítlaukssósu
Hréfni
1 kg grásleppa
2 msk ferskt basil
2 msk ferskt koríander
4 msk ólífuolía
4 hvítlauksrif
1 peli rjómi
1 sítróna
1-2 msk smjör
grænmetissalt og pipar eftir smekk
Aðferð
Snyrtið fiskinn og setjið í stórt ílát. Hellið olíu, kryddjurtum og safa úr sítrónunni yfir fiskinn. Geymið í kæli í minnst 3 tíma. Bræðið smjör í potti og bætið hvítlauki út í. Hellið rjóma yfir og látið sjóða í 3 mín.
Setjið fiskinn á heitt grill og grillið hann í u.þ.b. 3 mín. á hvorri hlið. Berið fram með tómatsalati.
Tómatsalat
Hráefni
4 ferskir tómatar
100 g brauðostur
1 rauðlaukur
2 msk ólífuolía
sykur og salt eftir smekk
1/2 sítróna
Aðferð
Skerið ostinn og tómatana í teninga og laukinn smátt.
Setjið í skál ásamt olíu, sykri og salti.
Kreistið safann úr sítrónunni yfir salatið.
Höfundur er Gunnar Páll Rúnarsson matreiðslumeistari
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Kokkalandsliðið5 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn5 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn2 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn5 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni






