Uppskriftir
Uppskrift: Grilluð grásleppa með ferskum jurtum og hvítlaukssósu
Hréfni
1 kg grásleppa
2 msk ferskt basil
2 msk ferskt koríander
4 msk ólífuolía
4 hvítlauksrif
1 peli rjómi
1 sítróna
1-2 msk smjör
grænmetissalt og pipar eftir smekk
Aðferð
Snyrtið fiskinn og setjið í stórt ílát. Hellið olíu, kryddjurtum og safa úr sítrónunni yfir fiskinn. Geymið í kæli í minnst 3 tíma. Bræðið smjör í potti og bætið hvítlauki út í. Hellið rjóma yfir og látið sjóða í 3 mín.
Setjið fiskinn á heitt grill og grillið hann í u.þ.b. 3 mín. á hvorri hlið. Berið fram með tómatsalati.
Tómatsalat
Hráefni
4 ferskir tómatar
100 g brauðostur
1 rauðlaukur
2 msk ólífuolía
sykur og salt eftir smekk
1/2 sítróna
Aðferð
Skerið ostinn og tómatana í teninga og laukinn smátt.
Setjið í skál ásamt olíu, sykri og salti.
Kreistið safann úr sítrónunni yfir salatið.
Höfundur er Gunnar Páll Rúnarsson matreiðslumeistari
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Frétt1 dagur síðan
Veisluþjónusta án starfsleyfis: Matarsýkingar rekjanlegar til rangrar meðhöndlunar hjá veisluþjónustu
-
Keppni2 dagar síðan
Sigurvegarar í Íslandsmóti matvæla- og veitingagreina 2025 – Myndaveisla
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kokkur(ar) óskast til sumarstarfa á lítið sveitahótel
-
Vín, drykkir og keppni7 klukkustundir síðan
Pílumeistarinn 2025 krýndur á stórskemmtilegu móti veitingafólks – Myndaveisla
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Tólf nemendur í matartækni hjá VMA
-
Bocuse d´Or3 dagar síðan
Ert þú næsti Bocuse d´Or keppandi Íslands? Umsóknarfrestur er til 1. mars 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Veitingastaðir framtíðarinnar einblína á starfsfólkið
-
Frétt2 dagar síðan
Þjónar í New York vilja sanngjörn laun, ekki þjórfé