Uppskriftir
Uppskrift: Grilluð grásleppa með ferskum jurtum og hvítlaukssósu
Hréfni
1 kg grásleppa
2 msk ferskt basil
2 msk ferskt koríander
4 msk ólífuolía
4 hvítlauksrif
1 peli rjómi
1 sítróna
1-2 msk smjör
grænmetissalt og pipar eftir smekk
Aðferð
Snyrtið fiskinn og setjið í stórt ílát. Hellið olíu, kryddjurtum og safa úr sítrónunni yfir fiskinn. Geymið í kæli í minnst 3 tíma. Bræðið smjör í potti og bætið hvítlauki út í. Hellið rjóma yfir og látið sjóða í 3 mín.
Setjið fiskinn á heitt grill og grillið hann í u.þ.b. 3 mín. á hvorri hlið. Berið fram með tómatsalati.
Tómatsalat
Hráefni
4 ferskir tómatar
100 g brauðostur
1 rauðlaukur
2 msk ólífuolía
sykur og salt eftir smekk
1/2 sítróna
Aðferð
Skerið ostinn og tómatana í teninga og laukinn smátt.
Setjið í skál ásamt olíu, sykri og salti.
Kreistið safann úr sítrónunni yfir salatið.
Höfundur er Gunnar Páll Rúnarsson matreiðslumeistari

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
6.000 máltíðir eldaðar daglega fyrir sjúklinga og starfsfólk – Bólusetning fyrir matreiðslumeistara?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Stavanger Vinfest 25 ára – „Það rignir Michelin-stjörnum hér!“ segir Sigurður Rúnar
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Lærðu Flair af þeim besta! Michael Moreni kemur til Íslands
-
Keppni3 dagar síðan
Food & Fun 2025: Framúrskarandi matreiðslumenn heiðraðir
-
Nemendur & nemakeppni5 dagar síðan
Ítalskur matreiðslunemi tryggir sér sigur með íslenskum saltfiski
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Nýjustu straumar í matvælaiðnaði: Próteinríkt kaffi, ranch-sósuæði og Pacific Glaze sósa frá Wingstop
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Áhrifavaldar gegna lykilhlutverki í aukinni neyslu ávaxta og grænmetis
-
Starfsmannavelta5 dagar síðan
Sticky Fingers BBQ keðjan sækir um greiðslustöðvun – Óvissa um framtíð fyrirtækisins