Uppskriftir
Uppskrift: Grilluð grásleppa með ferskum jurtum og hvítlaukssósu
Hréfni
1 kg grásleppa
2 msk ferskt basil
2 msk ferskt koríander
4 msk ólífuolía
4 hvítlauksrif
1 peli rjómi
1 sítróna
1-2 msk smjör
grænmetissalt og pipar eftir smekk
Aðferð
Snyrtið fiskinn og setjið í stórt ílát. Hellið olíu, kryddjurtum og safa úr sítrónunni yfir fiskinn. Geymið í kæli í minnst 3 tíma. Bræðið smjör í potti og bætið hvítlauki út í. Hellið rjóma yfir og látið sjóða í 3 mín.
Setjið fiskinn á heitt grill og grillið hann í u.þ.b. 3 mín. á hvorri hlið. Berið fram með tómatsalati.
Tómatsalat
Hráefni
4 ferskir tómatar
100 g brauðostur
1 rauðlaukur
2 msk ólífuolía
sykur og salt eftir smekk
1/2 sítróna
Aðferð
Skerið ostinn og tómatana í teninga og laukinn smátt.
Setjið í skál ásamt olíu, sykri og salti.
Kreistið safann úr sítrónunni yfir salatið.
Höfundur er Gunnar Páll Rúnarsson matreiðslumeistari
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Markaðurinn1 dagur síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSmassaður jólaborgari með purusteik og camembert sló í gegn – Myndir
-
Markaðurinn1 dagur síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Markaðurinn4 dagar síðanDesembertilboð fyrir veitingageirann með allt að 45 prósenta afslætti
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanForréttabarinn opnar útibú á horni Frakkastígs og Hverfisgötu
-
Markaðurinn10 klukkustundir síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?






