Markaðurinn
Uppskrift: Gratíneraður þorskur með sinnepsrjóma
Gratíneraður þorskur með sinnepsrjóma
(Fyrir 4)
750 g þorskur eða annar hvítur fiskur
1 brokkolí- eða blómkálshaus
2 dósir 18% sýrður rjómi frá Gott í matinn
2 msk. dijon sinnep
1 msk. grófkorna sinnep
2 msk. saxað capers
½ blaðlaukur, smátt saxaður
Rifinn ostur
Salt og pipar
Smjör
Fersk steinselja
Kirsuberjatómatar
Aðferð:
- Hitið ofn í 220 gráður með blæstri. Smyrjið eldfast mót með smá smjöri.
- Skerið blómkál eða brokkolí smátt og setjið í botninn á eldfasta mótinu. Saltið og piprið.
- Skerið fiskinn í passlega bita, þerrið, saltið og piprið og leggið ofan á grænmetið.
- Hrærið saman sýrðum rjóma, sinnepi, capers og blaðlauk. Smakkið til með salti og pipar. Smyrjið ofan á fiskinn.
- Stráið dálitlum rifnum osti yfir og bakið í 20 mínútur.
- Berið fram eitt og sér eða með hrísgrjónum og brauði.
Skoða nánar á www.gottimatinn.is

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni3 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Keppni4 dagar síðan
Hinrik og Andrés skila glæsilegum réttum í Global Chefs Challenge – Myndir
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Keppni5 dagar síðan
Ísland vekur athygli með framúrskarandi vegan réttum á Ítalíu
-
Keppni5 dagar síðan
Fyrsta keppnisdegi Global Chefs Challenge lokið á Ítalíu
-
Keppni3 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Lítill og ljúfur Sveitabiti er mættur á svæðið