Markaðurinn
Uppskrift: Gratíneraður þorskur með sinnepsrjóma
Gratíneraður þorskur með sinnepsrjóma
(Fyrir 4)
750 g þorskur eða annar hvítur fiskur
1 brokkolí- eða blómkálshaus
2 dósir 18% sýrður rjómi frá Gott í matinn
2 msk. dijon sinnep
1 msk. grófkorna sinnep
2 msk. saxað capers
½ blaðlaukur, smátt saxaður
Rifinn ostur
Salt og pipar
Smjör
Fersk steinselja
Kirsuberjatómatar
Aðferð:
- Hitið ofn í 220 gráður með blæstri. Smyrjið eldfast mót með smá smjöri.
- Skerið blómkál eða brokkolí smátt og setjið í botninn á eldfasta mótinu. Saltið og piprið.
- Skerið fiskinn í passlega bita, þerrið, saltið og piprið og leggið ofan á grænmetið.
- Hrærið saman sýrðum rjóma, sinnepi, capers og blaðlauk. Smakkið til með salti og pipar. Smyrjið ofan á fiskinn.
- Stráið dálitlum rifnum osti yfir og bakið í 20 mínútur.
- Berið fram eitt og sér eða með hrísgrjónum og brauði.
Skoða nánar á www.gottimatinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Kokkalandsliðið6 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn6 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni6 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn3 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn6 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni







