Markaðurinn
Uppskrift: Gratíneraður þorskur með sinnepsrjóma
Gratíneraður þorskur með sinnepsrjóma
(Fyrir 4)
750 g þorskur eða annar hvítur fiskur
1 brokkolí- eða blómkálshaus
2 dósir 18% sýrður rjómi frá Gott í matinn
2 msk. dijon sinnep
1 msk. grófkorna sinnep
2 msk. saxað capers
½ blaðlaukur, smátt saxaður
Rifinn ostur
Salt og pipar
Smjör
Fersk steinselja
Kirsuberjatómatar
Aðferð:
- Hitið ofn í 220 gráður með blæstri. Smyrjið eldfast mót með smá smjöri.
- Skerið blómkál eða brokkolí smátt og setjið í botninn á eldfasta mótinu. Saltið og piprið.
- Skerið fiskinn í passlega bita, þerrið, saltið og piprið og leggið ofan á grænmetið.
- Hrærið saman sýrðum rjóma, sinnepi, capers og blaðlauk. Smakkið til með salti og pipar. Smyrjið ofan á fiskinn.
- Stráið dálitlum rifnum osti yfir og bakið í 20 mínútur.
- Berið fram eitt og sér eða með hrísgrjónum og brauði.
Skoða nánar á www.gottimatinn.is
-
Markaðurinn3 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Keppni4 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Vín, drykkir og keppni3 klukkustundir síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn3 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Markaðurinn4 dagar síðanYfirmatreiðslumaður óskast til Marinar ehf. í fullt starf
-
Markaðurinn3 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn2 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra
-
Frétt2 dagar síðanMatfugl innkallar ferskan kjúkling vegna gruns um salmonellu







