Markaðurinn
Uppskrift: Gratíneraður þorskur með sinnepsrjóma
Gratíneraður þorskur með sinnepsrjóma
(Fyrir 4)
750 g þorskur eða annar hvítur fiskur
1 brokkolí- eða blómkálshaus
2 dósir 18% sýrður rjómi frá Gott í matinn
2 msk. dijon sinnep
1 msk. grófkorna sinnep
2 msk. saxað capers
½ blaðlaukur, smátt saxaður
Rifinn ostur
Salt og pipar
Smjör
Fersk steinselja
Kirsuberjatómatar
Aðferð:
- Hitið ofn í 220 gráður með blæstri. Smyrjið eldfast mót með smá smjöri.
- Skerið blómkál eða brokkolí smátt og setjið í botninn á eldfasta mótinu. Saltið og piprið.
- Skerið fiskinn í passlega bita, þerrið, saltið og piprið og leggið ofan á grænmetið.
- Hrærið saman sýrðum rjóma, sinnepi, capers og blaðlauk. Smakkið til með salti og pipar. Smyrjið ofan á fiskinn.
- Stráið dálitlum rifnum osti yfir og bakið í 20 mínútur.
- Berið fram eitt og sér eða með hrísgrjónum og brauði.
Skoða nánar á www.gottimatinn.is
-
Keppni3 dagar síðan
Þessir veitingastaðir og Íslendingar eru tilnefndir til BCA 2025 – Myndaveisla
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun16 klukkustundir síðan
Fyrsta heildstæða kennsluefnið í matreiðslu gefið út eftir 70 ára kennslusögu – Myndir frá útgáfuteitinu
-
Keppni3 dagar síðan
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi og langar til að komast í ungkokkalandsliðið?
-
Nemendur & nemakeppni18 klukkustundir síðan
Reynir Grétarsson matreiðslumeistari með áhugavert fræðsluerindi um súkkulaðigerð – Myndir
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Poke skál með kjúklingi og salatosti
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Uppskrift – Rjómalöguð tómatsúpa og grillað ostabrauð
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Hótel og heilsulind Bláa Lónsins á meðal 10 bestu hótelum heims – Michelin
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Hákarl á þorrabakkann