Markaðurinn
Uppskrift: Gratíneraður þorskur með sinnepsrjóma
Gratíneraður þorskur með sinnepsrjóma
(Fyrir 4)
750 g þorskur eða annar hvítur fiskur
1 brokkolí- eða blómkálshaus
2 dósir 18% sýrður rjómi frá Gott í matinn
2 msk. dijon sinnep
1 msk. grófkorna sinnep
2 msk. saxað capers
½ blaðlaukur, smátt saxaður
Rifinn ostur
Salt og pipar
Smjör
Fersk steinselja
Kirsuberjatómatar
Aðferð:
- Hitið ofn í 220 gráður með blæstri. Smyrjið eldfast mót með smá smjöri.
- Skerið blómkál eða brokkolí smátt og setjið í botninn á eldfasta mótinu. Saltið og piprið.
- Skerið fiskinn í passlega bita, þerrið, saltið og piprið og leggið ofan á grænmetið.
- Hrærið saman sýrðum rjóma, sinnepi, capers og blaðlauk. Smakkið til með salti og pipar. Smyrjið ofan á fiskinn.
- Stráið dálitlum rifnum osti yfir og bakið í 20 mínútur.
- Berið fram eitt og sér eða með hrísgrjónum og brauði.
Skoða nánar á www.gottimatinn.is
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Girnilegt camembert jólatré með döðlu og pekan krönsi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Mikil uppbygging framundan á Hofsstöðum – Veitingastaðurinn með eigin framleiðslu og hráefni úr heimabyggð
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Ekta rjómaís með hvítu súkkulaði og piparkökum – Fullkominn á veisluborðið yfir hátíðarnar
-
Frétt2 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Hátíðar opnun Hafsins
-
Markaðurinn14 klukkustundir síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi