Uppskriftir
Uppskrift: Grásleppuflök í súrsætri sósu
Hráefni
2 grásleppuflök skorin í strimla
hveiti
2 msk olía
2 hvítlauksrif
1/2 laukur, smátt saxaður
1/4 jöklasalat (iceberg)
2 bollar súrsæt sósa
Veltið fiskinum upp úr hveiti, steikið í olíu á pönnu ásamt lauknum, kryddið. Bætið söxuðu jöklasalatinu út í og síðan súrsætu sósunni. Látið suðuna koma upp. Borið fram með hrísgrjónum.
Súrsæt sósa
1 bolli vatn
1 bolli edik
1 bolli sykur
1/2 laukur, smátt skorinn
1/2 – 1 gulrót, skorin í teninga
1 msk tómatmauk (púrré)
2 msk sojasósa
Látið sjóða og jafnið út með kartöflumjöli.
Höfundur er Úlfar Eysteinsson matreiðslumeistari

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
6.000 máltíðir eldaðar daglega fyrir sjúklinga og starfsfólk – Bólusetning fyrir matreiðslumeistara?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Stavanger Vinfest 25 ára – „Það rignir Michelin-stjörnum hér!“ segir Sigurður Rúnar
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Lærðu Flair af þeim besta! Michael Moreni kemur til Íslands
-
Keppni3 dagar síðan
Food & Fun 2025: Framúrskarandi matreiðslumenn heiðraðir
-
Nemendur & nemakeppni4 dagar síðan
Ítalskur matreiðslunemi tryggir sér sigur með íslenskum saltfiski
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Nýjustu straumar í matvælaiðnaði: Próteinríkt kaffi, ranch-sósuæði og Pacific Glaze sósa frá Wingstop
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Áhrifavaldar gegna lykilhlutverki í aukinni neyslu ávaxta og grænmetis
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðan
Litrík helgi framundan: Hér eru staðirnir sem fagna heilögum Patrek með stæl