Uppskriftir
Uppskrift: Grásleppuflök í súrsætri sósu
Hráefni
2 grásleppuflök skorin í strimla
hveiti
2 msk olía
2 hvítlauksrif
1/2 laukur, smátt saxaður
1/4 jöklasalat (iceberg)
2 bollar súrsæt sósa
Veltið fiskinum upp úr hveiti, steikið í olíu á pönnu ásamt lauknum, kryddið. Bætið söxuðu jöklasalatinu út í og síðan súrsætu sósunni. Látið suðuna koma upp. Borið fram með hrísgrjónum.
Súrsæt sósa
1 bolli vatn
1 bolli edik
1 bolli sykur
1/2 laukur, smátt skorinn
1/2 – 1 gulrót, skorin í teninga
1 msk tómatmauk (púrré)
2 msk sojasósa
Látið sjóða og jafnið út með kartöflumjöli.
Höfundur er Úlfar Eysteinsson matreiðslumeistari
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel15 klukkustundir síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Kokkalandsliðið4 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn4 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn4 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni
-
Markaðurinn23 klukkustundir síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað






