Uppskriftir
Uppskrift: Grásleppuflök í súrsætri sósu
Hráefni
2 grásleppuflök skorin í strimla
hveiti
2 msk olía
2 hvítlauksrif
1/2 laukur, smátt saxaður
1/4 jöklasalat (iceberg)
2 bollar súrsæt sósa
Veltið fiskinum upp úr hveiti, steikið í olíu á pönnu ásamt lauknum, kryddið. Bætið söxuðu jöklasalatinu út í og síðan súrsætu sósunni. Látið suðuna koma upp. Borið fram með hrísgrjónum.
Súrsæt sósa
1 bolli vatn
1 bolli edik
1 bolli sykur
1/2 laukur, smátt skorinn
1/2 – 1 gulrót, skorin í teninga
1 msk tómatmauk (púrré)
2 msk sojasósa
Látið sjóða og jafnið út með kartöflumjöli.
Höfundur er Úlfar Eysteinsson matreiðslumeistari
-
Markaðurinn4 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Keppni5 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn4 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Markaðurinn5 dagar síðanYfirmatreiðslumaður óskast til Marinar ehf. í fullt starf
-
Pistlar1 dagur síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Markaðurinn4 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn3 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra






