Markaðurinn
Uppskrift – Fylltar sætar kartöflur með ostakubbi
Þessi uppskrift er alveg dásamlega góð og næringarrík, hentar bæði sem aðalréttur eða sem meðlæti með kjöti eða fiski.
Innihald:
2 sætar kartöflur
ostakubbur frá MS 250 g
2 – 3 msk. ólífuolía
litlir tómatar
2 – 3 hvítlauksrif
fersk basilika
balsamik gljái
Aðferð:
Magnið á mann af þessum rétti er ansi misjafnt og fer svolítið eftir stærð kartöflunnar, ef þú ert með litlar kartöflur er alveg óhætt að gera ráð fyrir einni á mann en ef þú ert með stórar gæti ein dugað fyrir tvo.
Sætu kartöflurnar eru fyrst hitaðar í ofni í um 40 mínútur við 200 gráður. Þær svo teknar út, skornar í tvennt og tekið aðeins innan úr þeim til að búa til pláss fyrir ostakubbinn. Hver helmingur er kryddaður með salti og pipar ásamt því að örlítilli ólífuolíu er hellt yfir kartöflurnar.
Ostakubburinn er skorinn í 4 bita, en magnið í hvern helming af sætu kartöflunni fer þó algjörlega eftir smekk hvers og eins og einnig stærð kartöflunnar. Osturinn skorinn í bita og settur ofan í kartöfluna. Litlir tómatar skornir í tvennt og raðað þar ofan á. Hvítlauksrif niðurskorið eða kramið sett yfir, magn fer eftir smekk.
Kartöflurnar eru svo bakaðar aftur í um 40 mínútur við 200 gráður. Þá ætti kartaflan að vera orðin mjúk. Setjið ferska basilíku yfir hvern helming ásamt balsamik gljáa áður en rétturinn er borinn fram.
Skoða nánar á www.gottimatinn.is

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni4 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Keppni5 dagar síðan
Hinrik og Andrés skila glæsilegum réttum í Global Chefs Challenge – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun21 klukkustund síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni23 klukkustundir síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Keppni4 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?