Uppskriftir
Uppskrift – Dúnmjúkar gamaldags tebollur með rúsínum
Með fylgir uppskrift sem að Helena Gunnarsdóttir gerði, en hún er með heimasíðuna eldhusperlur.com og á instagram @eldhusperlurhelenu.
Helena byrjar á uppskriftinni með góða minnispunkta og er uppskriftin birt hér með góðfúslegu leyfi Helenu:
Ég get ekki mælt nógu mikið með að þið prófið að baka þessar dásamlegu tebollur. Ég er kannski ekki alveg hlutlaus, enda komin tæpa 6 mánuði á leið með furðulegar langanir í hitt og þetta.. þessar tebollur voru eitt af því og ég ekki í rónni fyrr en baksturinn hafði átt sér stað.
Og maður minn, ég varð ekki fyrir vonbrigðum.
Uppskriftin er gömul og góð og ég man hreinlega ekki hvaðan hún kemur, hún er handskrifuð á miða innan um helling af öðrum uppskriftum inni í gamalli uppskriftabók hjá mér. En sá sem á heiðurinn af uppskriftinni á heiðurinn alveg skilinn.
Ég bætti þó við sítrónudropunum og ég hvet ykkur til að nota þá líka, þeir passa alveg ótrúlega vel við! Uppskriftin er meðalstór, úr henni fengust 22 ágætlega vænar tebollur.
Athugið að bollurnar frystast mjög vel og mér finnst alveg upplagt að baka þær fyrir útilegu eða ferðalag. Það jafnast ekkert á við heimabakað nesti utandyra.
Dúnmjúkar gamaldags tebollur með rúsínum (um það bil 22 bollur)
200 gr mjúkt smjör
200 gr sykur
3 egg
1/2 tsk sítrónudropar
1 tsk vanilludropar
400 gr hveiti
1 msk lyftiduft
1/2 tsk salt
1 dl mjólk
200 gr rúsínur (Má líka nota súkkulaði í staðin fyrir rúsínur)
Aðferð:
Hitið ofn í 180 gráður með blæstri. Þeytið saman smjör og sykur þar til létt og ljóst, alveg í 3-5 mínútur í hrærivél. Bætið eggjunum út í einu í einu og hrærið vel á milli. Bætið sítrónu, og vanilludropum saman við. Hrærið hveitinu, saltinu og lyftiduftinu saman og bætið að lokum út í ásamt mjólkinni og rúsínum.
Hrærið þar til allt blandast vel saman, en gætið þess að hræra ekki mikið eftir að hveitið er komið út í, bara þannig að allt sé komið saman. Setjið deigið með tveimur matskeiðum eða stórri ísskeið á bökunarpappírsklædda ofnplötu. Hver bolla hjá mér var ca. tvær vel fullar matskeiðar af deigi.
Bakið í 8-10 mínútur eða þar til bakaðar í gegn og fallega ljósgullinbrúnar.
-
Frétt3 dagar síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Flottir ekta ítalskir réttir og pizzur af betri gerðinni – Fagnaðu gamlárskvöldinu með stæl á Piccolo – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Veitingageirinn í jólaskapi
-
Nemendur & nemakeppni5 dagar síðan
Útskriftarnemendur Hótel- og matvælaskólans í MK tóku þátt í ýmsum keppnum og krefjandi verkefnum
-
Food & fun18 klukkustundir síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Gleðileg jól, kæru lesendur – Veitingageirinn.is þakkar fyrir sig
-
Kokkalandsliðið5 dagar síðan
Jólakveðja frá Kokkalandsliðinu og Klúbbi matreiðslumeistara – Vídeó
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Jólakveðja frá Leiðtoga matvæla- og veitingagreina