Markaðurinn
Uppselt á Stóreldhúsið 2022
Það stefnir í glæsilega STÓRELDHÚSASÝNINGU í ár í Höllinni. Að sögn Ólafs M. Jóhannessonar, sýningarstjóra, er svo komið að allt sýningarpláss er uppselt:
“Við hjá sýningafyrirtækinu Ritsýn erum afar ánægð með hin jákvæðu viðbrögð sem við höfum fengið hjá byrgjum. Það er greinilegt að stóreldhúsageirinn hefur náð að blómstra. Þá eru ný fyrirtæki að koma á markaðinn.
Þetta verður þannig einstaklega glæsileg og spennandi sýning fyrir alla er starfa í Stóreldhúsageiranum.”
Sem fyrr er ölllu starfsfólki Stóreldhúsa boðið á sýninguna. Hefur starfsfólkið sannarlega kunnað að meta þetta boð og streymt á hverja Stóreldhúsasýningu síðan 2005 alls staðar að af landinu.
Birgjar á stóreldhúsasviði hafa ætíð boðið upp á glæsilega bása og sýnt að það er mikill þróttur í þessum geira. Er hver sýning sérlega áhugaverð fyrir Stóreldhúsafólk bæði hvað varðar alls kyns tækjabúnað og veitingavörur og annað er tilheyrir.
STÓRELDHÚSIÐ 2022 hefst fimmtudaginn 10. nóvember og lýkur föstudaginn 11. nóvember. Sýningin hefst klukkan 12.00 og lýkur klukkan 18.00 báða dagana.
Myndir: aðsendar / Jón Svavarsson
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni3 dagar síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Mijita er fyrsti 100% glútenfríi veitingastaðurinn í Wolt appinu
-
Keppni5 dagar síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana
-
Uppskriftir2 dagar síðan
Ljúffengar og góðar fiskibollur