Vertu memm

Markaðurinn

Uppselt á Stóreldhúsið 2022

Birting:

þann

Stóreldhúsið

Dómarar að störfum í Eftirréttur ársins 2019.
Sigurður Laufdal, Garðar Kári Garðarsson og Baldur Öxdal

Það stefnir í glæsilega STÓRELDHÚSASÝNINGU í ár í Höllinni.  Að sögn Ólafs M. Jóhannessonar, sýningarstjóra, er svo komið að allt sýningarpláss er uppselt:

“Við hjá sýningafyrirtækinu Ritsýn erum afar ánægð með hin jákvæðu viðbrögð sem við höfum fengið hjá byrgjum. Það er greinilegt að stóreldhúsageirinn hefur náð að blómstra. Þá eru ný fyrirtæki að koma á markaðinn.

Þetta verður þannig einstaklega glæsileg og spennandi sýning fyrir alla er starfa í Stóreldhúsageiranum.”

Sem fyrr er ölllu starfsfólki Stóreldhúsa boðið á sýninguna. Hefur starfsfólkið sannarlega kunnað að meta þetta boð og streymt á hverja Stóreldhúsasýningu síðan 2005 alls staðar að af landinu.

Birgjar á stóreldhúsasviði hafa ætíð boðið upp á glæsilega bása og sýnt að það er mikill þróttur í þessum geira. Er hver sýning sérlega áhugaverð fyrir Stóreldhúsafólk bæði hvað varðar alls kyns tækjabúnað og veitingavörur og annað er tilheyrir.

STÓRELDHÚSIÐ 2022 hefst fimmtudaginn 10. nóvember og lýkur föstudaginn 11. nóvember.  Sýningin hefst klukkan 12.00 og lýkur klukkan 18.00 báða dagana.

Myndir: aðsendar / Jón Svavarsson

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið