Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Uppi er nýr vínbar í miðbæ Reykjavíkur
Uppi er nýr vínbar staðsettur við Aðalstræti 12. Gengið er inn að vinstri og eina hæð upp.
Uppi veitir fólki einstaka matar og vín upplifun sem eykur þekkingu og leiðir fólk í aðrar, nýjar og óþekktar áttir í mat og drykk.
„Okkur langar til að fræða og vekja áhuga fólks um vín og mat og víkka þannig sjóndeildarhringinn. Við bjuggum til smárétti þar sem við erum búin að para vín við hvern rétt og mælum við þá með að panta nokkra rétti og smakka vínin með.“
Sagði Styrmir Bjarki Smárason veitingastjóri Fiskmarkaðarins og Uppi í samtali við veitingageirinn.is, en Fiskmarkaðurinn á og rekur Uppi bar.
Uppi er staðsettur fyrir ofan Fiskmarkaðinn veitingahús og það er hægt að ganga á milli hæða innanhúss svo fordrykkur uppi og matur niðri eða matur niðri og drykkur Uppi eftir mat er nýr möguleiki hjá Fiskmarkaðinum.
Uppi býður upp á fjölbreytt úrval af kokteilum, bjór og óáfengum drykkjum ásamt sjaldgæfu úrvali af víni sem eigendur hafa safnað að sér í langan tíma.
Uppi opnar klukkan 16:00 alla daga vikunnar þar sem boðið er upp á happy hour frá 16-18 og verður opið til klukkan 01:00 þegar breytingar verða á samkomutakmörkunum vegna COVID-19.
Einnig er í boði að hafa opið á öðrum opnunartímum ef áhugi er fyrir því og leiga á staðnum í boði.
Að staðnum stendur metnaðarfullt teymi af lærðum þjónum og matreiðslumönnum.
Staðurinn skiptist í nokkur rými þar sem fólk getur valið sér sinn stað og sæti.
Ekki er tekið borðapöntunum Uppi en eitt rýmið er lokað herbergi þar sem pláss er fyrir 12 manns og herbergið er hægt að bóka. Þar er í boðið upp á stærri og minni matseðla með vínpörunum, vínsmakk, vínkennslu, hádegisfundi svp fátt eitt sé nefnt.
Hönnun staðarins var í höndum Hrafnhildar Hólmgeirsdóttur og grafíska hönnunin er eftir Sigga Odds.
Fyrir áhugasama þá er hægt að senda fyrirspurnir á [email protected]
Heimasíðan: uppi.is
Instagram: uppi.bar
Facebook: Uppi bar
Myndir: aðsendar
-
Markaðurinn5 dagar síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Markaðurinn5 dagar síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun14 klukkustundir síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Markaðurinn3 dagar síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Kokkalandsliðið14 klukkustundir síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Markaðurinn4 dagar síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun15 klukkustundir síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Markaðurinn3 dagar síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu








