Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Uppbygging á Hótel Reykjavík í Lækjargötu að hefjast
Nú styttist í að uppbygging á glæsilegu fjögurra stjörnu hóteli hefjist við Lækjargötu. Stjórnarformaður Íslandshótela hf, Ólafur D. Torfason, hefur undirritað samning við TVT – Traust Verktak um byggingastjórn á reitnum en mun þetta verða fimmta hótelið sem TVT ehf. reisir fyrir Íslandshótel hf.
Á reitnum, þar sem hús Íslandsbanka var til margra ára, mun rísa 125 herbergja hótel auk veitingastaðar og verður allur aðbúnaður fyrsta flokks. Fullt tillit hefur verið tekið til staðsetningar og umhverfis í öllu ferlinu. Þess má geta að fornleifarannsóknir á vegum Minjastofnunar Íslands og Fornleifastofnunar Íslands hafa leitt í ljós mannvirki frá 10. öld en talið var í fyrstu að eingöngu væri að finna þarna minjar frá 18. og 19. öld.
Gestir hótelsins munu því geta skyggnst inn í fortíðina á meðan á dvöl þeirra stendur en Íslandshótel hefur um langt skeið átt í góðu samstarfi við Minjastofnun Íslands og Borgarsögusafn tengt öðrum hótelum innan keðjunnar.
Áætlað er að framkvæmdir við uppsteypu hefjist í sumar og að framkvæmdum verði lokið um mitt ár 2020.
Íslandshótel á og rekur í dag 18 hótel og fasteignir hringinn í kringum landið og er ein af stærstu hótelkeðjum landsins.
Myndir: aðsendar
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Keppni2 dagar síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Mijita er fyrsti 100% glútenfríi veitingastaðurinn í Wolt appinu
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Dill opnar á ný eftir breytingar – nú með nýju borðabókunarkerfi Noona
-
Keppni4 dagar síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana