Vertu memm

Keppni

Unnur Pétursdóttir keppir í Deaf Chef í Danmörku

Birting:

þann

Unnur Pétursdóttir

Unnur Pétursdóttir

Þann 24. október næstkomandi fer fram matreiðslukeppni þar sem heyrnarlausir matreiðslumenn keppa og fulltrúi Íslands er Unnur Pétursdóttir.  Keppnin sem heitir Deaf Chef, fer fram í Hótel- og veitingaskólanum í Valby í Danmörku.

Deaf Chef var stofnað af Allehånde í Danmörku með það í fararbroddi að mennta og ráða heyrnarlausa í veitingabransann.  Er þetta í annað árið í röð sem þessi keppni fer fram, en í fyrra sigraði Christine Dahl frá Noregi.

Unnur Pétursdóttir lærði fræðin sín á Grand hótel og starfar nú á veitingastaðnum Lava í Bláa lóninu.

Hver keppandi þarf að útbúa þriggja rétta kvöldverð, 5 diska fyrir hvern rétt og einn sýningardisk.

Matseðillinn hjá Unni er eftirfarandi:

Í forrétt verður þorskrúlla með dillolíu-þorskfarsi, ostrursalati, sellerí mauk, ætiþistla teninga, shallot lauk, brenndan blaðlauk, fiskósu og dill.

Í aðalréttinum ætlar Unnur að vera með kanínarúllu, kanínu confit, rauðlauksultu, sinnep, kartöflur með blaðlauks fyllingu, grænafroðu, Rauðvínsósu með svínatungu, gulrótamauk og kerfil.

Eftirrétturinn inniheldur valhnetu deig, Créme anglaise, epli, hunangsfrauð, valhnetu crumble, eplakúlu, karamellu og tuile.

Veitingageirinn.is kemur til með að fylgjast vel með Unni í keppninni og færa ykkur fréttir bæði í máli og myndum.

 

Mynd: aðsend

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið