Uppskriftir
Ungversk Gúllassúpa
Fyrir 6 persónur
500 gr nautakjöt (Innralæri) skorið í litla teninga
400 gr bökunarkartöflur
200 gr gulrætur
100 gr laukur
200 gr rauð paprika
4 hvítlauksgeirar
1 tsk kúmen
2 tsk ungversk paprikuduft
800 gr niðursoðnir tómatar
Olía til steikingar
400 ml vatn
Salt og pipar
1 búnt söxuð steinselja
Kjötkraftur
Kjötið er brúnað á pönnu, kryddað og sett í pott með vatninu, ásamt kjötkrafti. Tættum niðursoðnum tómötum er bætt í pottinn og látið sjóða rólega. Skerið lauk, gulrætur og paprika í litla teninga og brúnið létt í olíu á pönnu.
Bætið saman við ásamt kúmeni og söxuðum hvítlauk. Látið sjóða rólega í klukkustund eða þar til kjötið er orðið meirt undir tönn. Afhýðið kartöflurnar og skerið hráar í litla teninga. Sjóðið í lettsöltuðu vatni. Sigtið vatnið frá og setjið kartöflurnar saman við gúllasið rétt áður en hún er borinn fram.
Stráið steinselju yfir og framreiðið með sýrðum rjóma og góðu brauði.
Höfundur: Auðunn Sólberg Valsson matreiðslumeistari.
Mynd: úr einkasafni / Auðunn Sólberg

-
Markaðurinn18 klukkustundir síðan
Veitingastaðurinn Stapinn á Arnarstapa er til sölu
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Pizzabakarinn opnar á Siglufirði – Theodór Dreki: „Við hættum ekki fyrr en pizzan var fullkomin“
-
Keppni4 dagar síðan
Íslenska landsliðið í kjötiðnaði sýndi frábæran árangur á Heimsmeistaramótinu í París – Myndir og vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Snædís, Hafliði og Marlís kynntu íslenska matargerð á ríkisheimsókn forsetahjóna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Pop-up kvöld: Gísli Matt mætir á Le KocK – aðeins þetta eina kvöld
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Kælivagn til leigu
-
Íslandsmót barþjóna3 dagar síðan
Róbert Aron Garðarsson Proppé er Íslandsmeistari Barþjóna 2025 – Myndir og vídeó
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Kynning í Garra næsta miðvikudag