Vertu memm

Nemendur & nemakeppni

Ungir kokkar sýndu snilld sína með þara – Myndir

Birting:

þann

Ungir kokkar sýndu snilld sína með þara - Myndir

Minja- og sögufélag Vatnsleysustrandar tók á móti áhugaverðum gestahópi í Skjaldbreið nú á dögunum. Hópurinn kom á vegum Eydísar Jónsdóttur hjá Zeto, sem hefur sérhæft sig í nýtingu sjávargróðurs og leitast við að finna nýjar leiðir til að koma þara að í matargerð og daglegu lífi.

Alls settust 32 gestir til borðs og nutu veitinga sem kokkanemar og kennarar úr Hótel- og matvælaskólanum í MK elduðu af alúð. Þema dagsins var þari, og fékk hráefnið að njóta sín í ólíkum og frumlegum réttum. Vel tókst til og hlutu verðandi kokkar mikið hrós fyrir sinn þátt í viðburðinum.

Eydís Mary Jónsdóttir, land- og umhverfisfræðingur, lýsti ánægju sinni með daginn:

„Kærar þakkir fyrir okkur. Húsið og umhverfið allt dásamlegt. Það var eins og að ganga inn í töfraveröld að stíga inn í húsið þegar allt var komið í sinn svip.“

Eydís Mary Jónsdóttir er land- og umhverfisfræðingur og stofnandi fyrirtækisins Zeto ehf. Hún hefur í störfum sínum lagt sérstaka áherslu á að kynna fjölbreytta möguleika íslenskra matþörunga og hvernig hægt er að nýta þessa verðmætu auðlind á sjálfbæran hátt.

Hún er einn af höfundum bókarinnar Íslenskir matþörungar: ofurfæða úr fjörunni, sem vakti mikla athygli þegar hún kom út. Meðhöfundar hennar eru matreiðslumeistarinn Hinrik Carl Ellertsson, sagnfræðingurinn Silja Dögg Gunnarsdóttir og ljósmyndarinn Karl Petersson. Bókin, sem sameinar fræðilega umfjöllun, matargerð og myndlist, var meðal annars tilnefnd til Fjöruverðlaunanna.

Skjaldbreið reyndist hinn fullkomni vettvangur fyrir þennan einstaka viðburð þar sem hefð, menning og nýsköpun í matargerð mættust í senn.

Myndir: Minja- og sögufélag Vatnsleysustrandar

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Vínkjallarinn

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið