Keppni
Undirbjó sig dag og nótt og vann 2 gull og 1 brons
Úrslit voru kynnt í dag úr ýmsum keppnum sem fram fóru á hátíðinni The International Kremlin Culinary Cup sem nú er í gangi í Moskvu í Rússlandi. Þar sýna matreiðslumenn og bakarar frá öllum heimshornum listir sínar og keppa í sinni grein.
Þetta er stærsta matreiðslukeppni í Rússlandi. Einn þátttakandi er frá íslandi, en það er hún María Shramko sem á ættir sínar að rekja til Rússlands. María vinnur hjá Myllunni í Reykavík og hefur unnið þar sem Patisserie í mörg ár við góðan orðstír.
María Shramko gerði sé lítið fyrir og vann tvö gullverðlaun og ein bronsverðlaun, en einsog áður sagði þá voru úrslitin kynnt í dag. Gissur Gudmundsson, matreiðslumeistari og forseti alheimssamtaka Klúbbs Matreislumeistara (WACS) sem staddur er í Rússlandi sagði í samtali við fréttamann að það væri sönn ánægja að sjá Ísland sem þátttakanda í stærstu matreiðslukeppni Rússlands.
Þessi unga dama lærði fræðin sín hér í Rússlandi og verð ég að segja að hún er ótrúlegur listamaður. Verk hennar tala sínu máli, en ég vil benda á að það tók hana 3 daga og svefnlausar nætur að verða klár fyrir keppnisdaginn.
Fyrir hönd allra matreiðsumanna langar mig til að óska henni til hamingju með þennan frábæra árangur, sagði Gissur Guðmundsson að lokum.
Ljósmynd tók Gissur Guðmundsson
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Food & fun7 dagar síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Uppskriftir4 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Frétt3 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun20 klukkustundir síðan
Ertu frumkvöðull í íslenskri matvælaframleiðslu? 20 milljónir í boði fyrir matarfrumkvöðla